fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Verðskulduð Emmy-verðlaun

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 23. september 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur ekki á óvart að Saga þernunnar hafi sankað til sín verðlaunum á nýliðinni Emmy-verðlaunahátíð. Skjár Símans sýnir þessa mögnuðu þætti og áhorfið tekur sannarlega á, enda er þar dregin upp skelfileg mynd af þjóðfélagi þar sem karlar tróna á toppnum, eiga eiginkonur sem eru upp á punt og þjónustustúlkur eru nýttar til að þjóna þeim og ala börn.

Aðalleikkonan Elisabeth Moss kemur vel til skila þrautseigju Offred sem býr við kúgun og leitar að undankomuleið sem virðist ekki finnast. Hún er mjög þögul og í því felst ákveðinn áhrifamáttur. Stundum má lesa mikið út úr þögn. Moss fékk verðskulduð Emmy-verðlaunin fyrir stórgóða túlkun sína. Leikkonan Ann Dowd hlaut svo verðlaunin fyrir bestan leik kvenna í aukahlutverki. Hún túlkar Lydíu frænku, hún er ekki góða frænkan heldur beinlínis ógnvekjandi og maður á von á einhverju hræðilegu í hvert sinn sem hún birtist.

Verðugur verðlaunahafi.
Elisabeth Moss Verðugur verðlaunahafi.

Þættirnir fjalla um skelfilega kúgun þar sem hinir undirokuðu eiga enga von. Í hverjum þætti sjáum við samt konur sem rísa upp og neita að beygja sig undir kúgun. Ekki er hægt að segja að sú uppreisn borgi sig því þegar þær eru handsamaðar er þeim engin miskunn sýnd.

Þessir þættir eru beinlínis magnaðir, enda hafa gagnrýnendur keppst við að hlaða þá lofi. Þarna gengur allt upp. Við erum stödd í veröld þar sem kúgun er talin sjálfsögð og stöðugt er vitnaði í Biblíuna til að réttlæta hana. Óhugnaðurinn er mikill og um leið er svo berlega ljóst hvernig heim við megum alls ekki skapa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2