fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Jordan Peele á nasistaveiðum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. september 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn, handritshöfundurinn, leikstjórinn og framleiðandinn Jordan Peele undirbýr nú nýja sjónvarpsþætti sem ætla má að muni vekja talsverða athygli.

Þættirnir sem um ræðir bera vinnuheitið The Hunt og gerast að mestu leyti í Bandaríkjunum. Þeir fjalla um leit manna að þýskum nasistum á áttunda áratug liðinnar aldar, hinum sömu og báru ábyrgð á voðaverkunum í síðari heimsstyrjöldinni. Þættirnir eru byggðir á sönnum atburðum en eftir síðari heimsstyrjöldina fluttu margir nasistar til Bandaríkjanna og settust þar að.

Peele, sem er 38 ára, hefur vakið talsverða athygli að undanförnu en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Key & Peele á Comedy Central. Hans fyrsta verkefni sem leikstjóri var í hrollvekjunni Get Out sem sló rækilega í gegn fyrr á þessu ári.

Peele mun framleiða þættina en ekki liggur fyrir hvaða sjónvarpsstöð mun kaupa réttinn af þeim. Í frétt Hollywood Reporter kemur þó fram að margir hafi sýnt verkefninu áhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“