fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024

Maðurinn er einkvænisvera

Bókardómur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 17. september 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verða alltaf skrifaðar sögur um hjónabönd, framhjáhald og skilnaði, því allt er þetta svo ríkur þáttur í mannlífinu. Oft er þetta sama sagan upp á nýtt, hvort sem það er í skáldsagnaformi, bíómynd, sjónvarpsþætti eða einfaldlega fréttum af fólki úti í bæ í kaffitímanum, og er það að meinalausu. En skáldsagan Saga af hjónabandi eftir norska höfundinn Geir Gulliksen er af öðru tagi, líklega óvenjulegasta og frumlegasta saga sem ég hef lesið um þetta efni.

Gulliksen, sem er fæddur árið 1963, er þekktur höfundur í Noregi en fyrir Sögu af hjónabandi var hann tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2016. Í sögunni er því lýst hvernig molnar undan samband hjóna þegar eiginkonan stofnar til kynna við annan mann. Eiginmaðurinn er fyrsta persóna í sögunni, en sér auk þess inn í hugskot eiginkonunnar og lýsir atburðum frá hennar sjónarhóli, en í sinni frásögn. Þetta er ekki það eina óvenjulega í frásagnartækni sögunnar því sögumaður leggur ekkert upp úr því að takmarka vitneskju um það sem koma skal til að halda lesandanum spenntum, þess í stað veit maður allan tímann hvað á eftir að gerast, en sagan gengur þá meira út á að sýna lesandanum hvernig það gerðist og hvers vegna. Bókin fær þannig á sig yfirbragð rannsóknar fremur en sögu.

Það er alþekkt úr hjónabandssögum lífsins, bókmenntanna og kvikmyndanna að ástareldurinn tekur að kulna eftir því sem lengra líður á hjónabandssögurnar. Það er hinn óhjákvæmilegi gangur lífsins. En á meðan ástríða hjónabandsins dofnar sitja einstaklingarnir eftir með sína meðfæddu ástríðuþrá sem getur beinst annað. Stundum verður grasið grænna hinum megin. Stundum skilja slíkar sögur eftir handa okkur boðskap um að rækta þurfi sambandið.
Þetta er allt gott og vel. Kunnuglegt en satt. En Saga af hjónabandi er skemmtilegt frávik frá þessum kunnugleika.

Hjónin í þessari sögu eiga sér óvenjulega ástríðufullt samband eftir nær 20 ára sambúð og barneignir. Sambandið hófst á framhjáhaldi en fólkið kynntist á meðan bæði voru gift öðrum. Sögumanni er mikið í mun að lifa ekki hefðbundnu lífi, komast út úr kassanum. Af þeim sökum hafa hjónin þróað með sér mikla hreinskilni um hugsanir sínar, langanir og hugaróra. Sameiginlegir órar þeirra, aðallega knúnir af manninum, snúast meðal annars um að konan sé með öðrum manni. Þetta er ekki algengt efni í bókmenntum en þekkt „minni“ úr klámheiminum, ekki síst nú, á dögum blómstrandi heimilisiðnaðar í svokölluðu „amatöra-klámi“. Rétt er að taka það fram að þessi saga er ekki klámfengin þrátt fyrir þessa óra og mjög opinskáar kynlífslýsingar, markmiðið er ekki að örva lesandann heldur skoða mannssálina, ástina og ástríðuna.

Þegar eiginkonan kynnist öðrum manni og hefur með honum einhvers konar kunningja- eða vinasamband, þá leynir hún eiginmann sinn engu. Hann hvetur hana til að ganga lengra, þykist viss um að hjónabandið þoli hliðarspor, telur sig lausan við smáborgaralega afbrýðisemi, en þetta reynist feigðarflan.

Hvað sem líður nútímalegri og frjálslyndislegri nálgun sögunnar á viðfangsefnið talar niðurstaðan af þessari hættulegu tilraun hjónanna máli gamla skólans: Maðurinn er einkvænisvera. Ástinni verður ekki deilt.

Saga af hjónabandi er með eindæmum vel skrifuð, þrauthugsuð og meitluð saga. Hún ætti að höfða til allra sem hafa áhuga á hjónabandinu og ástinni, og eiginlega líka til þeirra sem einfaldlega hafa gaman af að lesa flottan og djúphugsaðan texta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Óvænt aukaverkun af notkun Wegovy og Ozempic – Aukin kynhvöt

Óvænt aukaverkun af notkun Wegovy og Ozempic – Aukin kynhvöt
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Nýjar reglur hjá Vottum Jehóva – Leitið að þeim útskúfuðu

Nýjar reglur hjá Vottum Jehóva – Leitið að þeim útskúfuðu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Faðir eins besta knattspyrnumanns í heimi stunginn á bílastæði – Hættu upptöku rétt áður en allt gerðist

Faðir eins besta knattspyrnumanns í heimi stunginn á bílastæði – Hættu upptöku rétt áður en allt gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segist sjá mun á liðinu þrátt fyrir ósannfærandi spilamennsku

Segist sjá mun á liðinu þrátt fyrir ósannfærandi spilamennsku
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki kallaður til æfinga í vikunni – Á leið til Manchster?

Ekki kallaður til æfinga í vikunni – Á leið til Manchster?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Forsvarsmaður fyrirtækis í Grindavík segir brottvísun lykilstarfsmanns mesta áfallið sem dunið hefur yfir síðustu mánuði

Forsvarsmaður fyrirtækis í Grindavík segir brottvísun lykilstarfsmanns mesta áfallið sem dunið hefur yfir síðustu mánuði