fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Segir skilið við útgáfubransann

Snæbjörn Arngrímsson selur Hr. Ferdinand til eins stærsta bókaforlags Danmerkur

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 4. ágúst 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson hefur selt bókaforlagið Hr. Ferdinand og tengd fyrirtæki til Politikens Forlag, eins stærsta útgáfufyrirtækis Danmerkur. „Mér líður bara mjög vel með. Þetta er hárrétt ákvörðun á hárréttum tíma,“ segir Snæbjörn um söluna.

Snæbjörn stofnaði útgáfufyrirtækið Bjart árið 1990 en færði út kvíarnar til Skandinavíu á nýju árþúsundi. Hann seldi hlut sinn í Bjarti árið 2008 og einbeitti sér, ásamt eiginkonu sinni, Susanne Torpe, í kjölfarið að því að byggja upp danska systurfyrirtækið Hr. Ferdinand. Fyrirtækið hefur verið atkvæðamikið í Danmörku í útgáfu þýddra skáldverka eftir höfunda á borð við Dan Brown, Stephen King og Elenu Ferrante.

„Þetta er búið að vera í undirbúningi frá því í desember. Algjörlega upp úr þurru þá kom kona frá stóru erlendu forlagi í heimsókn og spurði hvort við værum til sölu. Við svöruðum að svo væri ekki en hún bað okkur um að hugsa málið, svo við gerðum það. Við höfum bæði verið í þessum bransa alla okkar starfsævi og við fórum að velta fyrir okkur hvort við ættum ekki bara að finna okkur nýtt sæti í leikhúsinu – ekki alltaf að sitja á sama stað,“ segir Snæbjörn. Eftir að ákvörðunin hafði verið tekin um að selja fyrirtækið fóru hjónin að líta í kringum sig og náðu góðum samning við danska útgáfurisann Politiken.

Voru það miklir peningar sem fengust fyrir fyrirtækið?
„Já, þetta var alveg stórkostlega há upphæð,“ segir Snæbjörn og hlær innilega en bætir svo við: „Nei, ég má ekki segja það.“

En hvað tekur við hjá þér þegar starfi þínu hjá Hr. Ferdinand lýkur?

„Það er að finna nýtt gott sæti. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera. Ég læt það bara koma í ljós. En ég er harðákveðinn í því að nú muni ég prófa eitthvað annað en útgáfubransann.“

Árétting: Í prentútgáfu DV var rangt farið með stofnár bókaforlagsins Bjarts, en það var stofnað árið 1990.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United sagt hafa snarlækkað verðmiðann

United sagt hafa snarlækkað verðmiðann
Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi: Fór spennt á Tinder-stefnumót en hryllingur beið hennar

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi: Fór spennt á Tinder-stefnumót en hryllingur beið hennar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áttu fund vegna Rashford – Þurfa að leysa þessi tvö mál svo skiptin gangi upp

Áttu fund vegna Rashford – Þurfa að leysa þessi tvö mál svo skiptin gangi upp
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum Liverpool-maðurinn fékk stígvélið

Fyrrum Liverpool-maðurinn fékk stígvélið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram