fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Skylduáhorf á baráttu kvenna

Saga þernunnar er mögnuð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 27. ágúst 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var snjallt hjá Sjónvarpi Símans að tryggja sér sýningarréttinn á framhaldsþáttunum Saga þernunnar, The Handmaid’s Tale. Þættirnir hafa hlotið gríðarlegt lof og það ekki að ástæðulausu, eins og maður sá glöggt við áhorf á fyrsta þátt sem var sýndur síðastliðið miðvikudagskvöld. Sagan er einfaldlega mögnuð, eins og þeir vita sem lesið hafa skáldsögu Margaret Atwood. Þar er sagt frá lífi kvenna í veröld sem er stjórnað af karlmönnum og þeir flokka konur eftir gagnsemi þeirra.

Fyrsti þátturinn var hrollvekjandi og sláandi, enda eru konurnar beittar bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þær virðast ekki eiga neina von um betra líf en maður vonar samt fyrir þeirra hönd. Það er spenna í þessum þáttum sem eru vel gerðir á allan hátt. Leikurinn er framúrskarandi, sérstaklega hjá aðalleikkonunni Elisabeth Moss. Öll tæknivinna er síðan til fyrirmyndar.

Það er ekki auðvelt að horfa á Sögu þernunnar. Maður sogast inn í heim þar sem skelfileg hugmyndafræði er ríkjandi og valdakerfið er þannig að ómögulegt virðist að hagga því. Við fylgjumst með konum sem reyna að lifa af í umhverfi þar sem ekki er litið á þær sem manneskjur heldur tæki til ýmissa nota. „Berjist!“ segir maður við þær í huganum þótt manni finnist sem baráttan geti ekki verið annað en töpuð. En sannarlega mun maður fylgja þeim alla leið.

Alls ekki missa af þessum gæðaþáttum! Þeir eru skylduáhorf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir