fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Töfraveröld Disneys

RÚV sýnir eftirminnilegan heimildamyndaflokk

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 26. ágúst 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamyndaflokkurinn sem RÚV sýnir á mánudagskvöldum um Walt Disney er mikil og eftirminnileg skemmtun. Maður hverfur aftur til bernskunnar þegar maður skalf af hræðslu vegna vondu stjúpunnar sem eitraði fyrir Mjallhvít. Dauði móður Bamba var svo enn meira áfall. Harmleikur sem maður gleymir ekki. Svo var hann Gosi okkar sem vildi verða lifandi drengur og Tumi engispretta sem minnti okkur stöðugt á að láta samviskuna vera leiðsögumann í lífi okkar. Hvílíkur heimur! Hver sá sem hrífst ekki af gömlu Disney-teiknimyndunum hefur glatað barninu í sér. Það er tap sem ekki verður unnið upp.

Það er búið að sýna tvær myndir af þeim fjórum sem eru í þessum heimildamyndaflokki og það er nóg eftir. Ég móðgaðist dálítið við sýningu síðasta þáttar vegna nöldurs einhverra sjálfskipaðra menningarvita um Fantasíu. Sú mynd er mikil upplifun fyrir börn og ég hef ekki þolinmæði til að hlusta á yfirlætisfullt tal um að hún sé hálfmisheppnuð. Þannig að ég andvarpaði nokkuð í þessum hluta myndarinnar. Fantasía var mikil upplifun í gamla daga og er enn yndisleg.

Disney sjálfur birtist þarna með sína kosti og galla. Hann gleymdi því sem ríkir menn eiga alltaf að muna, sem er að nota auð sinn til að gera öðrum lífið auðveldara. Vissulega voru menn í vinnu hjá Disney sem voru á góðum launum og fengu sérmeðferð, en þeir sem fengust þar við það sem töldust fremur venjuleg störf voru illa launaðir. Ég vona að í þeim tveimur þáttum sem eru eftir komi í ljós að Disney hafi áttað sig. Það er aumkunarvert þegar ríkt fólk einangrast með auði sínum og lætur sig engu skipta hvernig fólkinu í kringum það líður.

En höldum áfram að horfa á Disney og gleðjast yfir töfraveröldinni sem hann skapaði. Það er fátt sem jafnast á við hana. Í næstu þáttum hljótum við að sjá Öskubusku og Pétur Pan og hina hrollvekjandi Cruellu de Vil. Það verður gaman!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir