fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Aldarafmæli Earl Cameron

Braut á sínum tíma blað í breskum kvikmyndum

Kolbeinn Þorsteinsson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. ágúst fagnaði Earlston J. Cameron 100 ára afmæli. Earl fæddist á Bermúda og kom í fyrsta sinn til Bretlands árið 1939. Í nýlegu viðtali ræddi hann um hve erfitt það hafi verið á þeim tíma fyrir blökkumann að sjá sér farborða, en tilviljun ein réð því að hann fékk hlutverk í söngleiknum Chu Chin Chow.

Earl braut blað í breskri kvikmyndagerð þegar hann rauf kynþáttamúrinn í þarlendri kvikmyndagerð, árið 1951, í kvikmyndinni Pool of London. Þar var á ferðinni fyrsta breska kvikmyndin sem sýndi blandað samband; samband hvítrar konu og blökkumanns.

Earl lék félaga Sean Connery í myndinni Thunderball árið 1965 en hin síðari ár hefur mátt sjá honum bregða fyrir í misveigamiklum hlutverkum, meðal annars The Interpreter, Queen og Inception með Leonardo DiCaprio.

Á sinni löngu ævi hefur Earl komið víða við. Hann hefur meðal annars verið farmaður, uppvaskari á hóteli og selt ís, en að stærstum hluta hefur hann unnið sem leikari.

Earl var sæmdur CBE-orðunni, The Commander of the Order of the British Empire, árið 2009 og varð þess heiðurs aðnjótandi árið 2012 að leikhús á Bermúda var nefnt í höfuðið á honum.

Þrátt fyrir háan aldur segir hann í fyrrnefndu viðtali. „Og ég er ekki viss um að ég sé sestur í helgan stein enn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna