fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Gleðilegar endursýningar

Orðbragð er á skjánum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 9. júlí 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV endursýnir Orðbragð á þriðjudagskvöldum á besta sýningartíma. Stundum er nöldrað yfir endursýningum en þessari endursýningu er ástæða til að fagna. Á tímum þegar ótal raddir tala í svartsýni um tvísýna framtíð íslenskunnar þá er það einmitt þáttur eins og þessi sem blæs manni siguranda í brjóst. Umsjónarmenn þáttarins hafa lifandi og ástríðufullan áhuga á íslenskunni, eru hugmyndaríkir, skemmtilegir og fyndnir. Upplifun þess sem horfir getur ekki verið önnur en sú að allt sé hægt að segja og hugsa á íslensku.

Þáttur eins og þessi er líklegur til að heilla unga kynslóð eins og þá sem eldri eru. Rétt er að vona að endursýningarnar séu fyrirboði um nýja þætti í haust. Jafn vel heppnaður þáttur og Orðbragð á að lifa lengi, öllum til gleði. RÚV hefur ríkt menningarhlutverk og ræktar það á allra besta hátt með Orðbragði.

Svona í framhjáhlaupi má velta fyrir sér hvort dómsdagsspár um endalok íslenskunnar séu ekki bara dramatík á hæsta stigi. Meðan rithöfundar landsins eru að skrifa góðar og vel stílaðar bækur sem seljast þá er engin ástæða til að örvænta. Og meðan útvarps- og sjónvarpsstöðvar og dagblöð sinna menningarhlutverki þá erum við á réttri leið. Íslenskan tórir ekki bara, hún lifir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“