Sverrir Guðnason leikur eina stærstu tennisstjörnu allra tíma, Björn Borg
Í dag er fyrsti dagur Wimbledon-mótsins, eins þekktasta tennismóts heims. Að því tilefni var fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Borg vs McEnroe sem skartar þeim Sverri Guðnasyni og bandaríska stórleikaranum Shia LaBeouf í titilhlutverkunum frumsýnd í dag.
Daninn Janus Metz Pedersen (Armadillo, True Detective) leikstýrir kvikmyndinni sem fjallar um sögulegt einvígi tenniskappanna John McEnroe og Björn Borg. Einvígið náði hápunkti sínum á Wimbledon árið 1980 þar sem Borg og McEnroe mættust í úrslitaleik sem var lengi álitinn einn allra besti tennisleikur allra tíma.
Myndin verður frumsýnd 22. september næstkomandi.
Hver er þessi Sverrir? Lestu ítarlegt viðtal DV við Sverri Guðnason.