fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025

Í efstu sjö sætunum

Dagbækur Kidda klaufa eru langmest útlánuðu bækurnar á bókasöfnum landsins

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 23. júlí 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og undanfarin fjögur ár voru Dagbækur Kidda klaufa langvinsælustu bækurnar á bókasöfnum landsins árið 2016. Samkvæmt upplýsingum um útlán úr bókasafnskerfinu Gegni var vinsælasta bókin á bókasöfnum landsins árið Dagbók Kidda klaufa: svakalegur sumarhiti eftir bandaríska höfundinn Jeff Kinney, en hún var lánuð 4965 sinnum. Bækur úr bókaröðinni um Kidda klaufa sem komnar eru út á íslensku röðuðu sér raunar í sjö efstu sæti listans og njóta augljóslega mikilla vinsælda meðal æsku landsins.

Bækurnar sem heita Diary of a whimpy kid á frummálinu eru þýddar af Helga Jónssyni og gefnar út af forlagi hans, Tindur. „Sá möguleiki er auðvitað fyrir hendi að bækurnar þyki skemmtilegar og þokkalega skrifaðar. Sennilega hefur höfundur dottið ofan á formúlu sem virkar á alla, unga sem aldna. Hann skrifar um klaufann í okkur öllum,“ segir þýðandinn þegar hann er spurður um hverjar hann telur vera ástæður þessara fádæma vinsælda.

Vinsælasta bókin eftir íslenskan höfund, Mamma Klikk eftir Gunnar Helgason, var í áttunda sæti á listanum en hún var lánuð út 3.577 sinnum á síðasta ári. Vinsælasta fullorðinsefnið voru spennusögurnar Þýska húsið eftir Arnald Indriðason og Dimma eftir Ragnar Jónasson en samkvæmt upplýsingum frá Landskerfi bókasafna voru þær lánaðar út jafn oft – eða 2.972 sinnum. Af tímaritum voru það Syrpurnar sem voru oftast teknar út, eða 23.095 sinnum.

Vinsælustu bækurnar

á bókasöfnum landsins árið 2016

(1) Dagbók Kidda klaufa : svakalegur sumarhiti / Jeff Kinney (2012) – 4.965 útlán

(2) Dagbók Kidda klaufa / Jeff Kinney (2009) – 4.935 útlán

(3) Dagbók Kidda klaufa : tómt vesen / Jeff Kinney (2013) – 4.889 útlán

(4) Dagbók Kidda klaufa : besta ballið / Jeff Kinney (2015) – 4.789 útlán

(5) Dagbók Kidda klaufa : kaldur vetur / Jeff Kinney (2014) – 4.685 útlán

(6) Dagbók Kidda klaufa : ekki í herinn! 3 / Jeff Kinney (2011) – 4.504 útlán

(7) Dagbók Kidda klaufa : Róbbi rokkar / Jeff Kinney (2010) – 3.996 útlán

(8) Mamma klikk! / Gunnar Helgason (2015) – 3.577 útlán

(9) Skúli skelfir fer í frí / Francesca Simon (2010) – 3.257 útlán

(10) Skúli skelfir og íþróttadagurinn / Francesca Simon (2012)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar fer yfir spamfærsluna sem fjölmargir eru að deila á Facebook – „Þið skiljið þennan texta ekki einu sinni sjálf“

Arnar fer yfir spamfærsluna sem fjölmargir eru að deila á Facebook – „Þið skiljið þennan texta ekki einu sinni sjálf“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KR spilar áfram í Laugardalnum

KR spilar áfram í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum