fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Arnaldur í orðabók og Sjón í Framtíðarbókasafnið

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 10. júní 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og við Íslendingar hafa Frakkar sérstakt dálæti á verkum Arnaldar Indriðasonar. Þar í landi sitja verk hans svo vikum skiptir á metsölulistum og hafa selst í milljónavís. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að í útgáfum ársins 2018 á tveimur alfræðiorðabókum, Le Robert Illustré og Le Petit Larousse, fái höfundurinn sína eigin færslu.

Le Robert Illustré er virtasta alfræðiorðabókin í Frakklandi. Á hverju ári er sérstök nefnd sem fer yfir ný hugtök og orð og velur úr þau sem hún telur að eigi erindi í ritið. Árið 2018 verður einungis fimmtán höfundum bætt í ritið og er Arnaldur einn þeirra. Svo virðist sem einungis einum íslenskum höfundi hafi hlotnast þessi heiður áður, Halldóri Laxness. Þetta undirstrikar enn álit Frakka á Arnaldi en árið 2015 var hann sæmdur frönsku riddaraorðunni fyrir listir og bókmenntir.

Fréttir berast einnig af skáldinu okkar, Sjón, en í síðustu viku skilaði hann framlagi sínu til Framtíðarbókasafnsins í Ósló. Athöfnin fór fram í Nordmarka, skógi norður af borginni, þar sem saman kom hópur bókmenntafólks og listunnenda víða úr heiminum. Við handritinu tók skoski listamaðurinn Katie Paterson sem afhenti það svo Marianne Borgen, borgarstjóra Óslóar, til varðveislu. Seinna saman dag var fjölsótt dagskrá um Sjón og verk hans í Deichmanske-borgarbókasafninu. Við bæði tækifærin fluttu Ásgerður Júníusdóttir messósópran og Marion Herrera hörpuleikari íslenska tónlist.

Framtíðarbókasafnið er hugverk Katie Paterson og felur í sér að á hundrað árum frá árinu 2014 verður á hverju ári nýr rithöfundur beðinn um að skrifa verk og leggja til safnsins. Sjón er þriðji höfundurinn sem afhendir safninu verk eftir sig en fyrst voru Margaret Atwood og David Mitchell. Verða verkin geymd ólesin í sérstöku herbergi í nýrri byggingu borgarbókasafns Óslóar en í Nordmarkaskógi hefur verið plantað eitt þúsund trjám sem notuð verða í pappír framtíðarbókanna þegar þær koma fyrir augu lesenda árið 2114. Þangað til verður fólk að gera sér verkin í hugarlund út frá titlum þeirra en athöfninni í skóginum lauk einmitt á því að Sjón opinberaði titil verks síns.

Sjón fór frá Noregi til Þýskalands þar sem hann dvelur í sumar sem gestur Loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Þar mun hann hafa aðstöðu í litlum stjörnuskoðunarturni og vinna að bókmenntaverki sem tekst á við þá miklu ógn sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar og afleiðingum hennar.

Verk Sjóns halda áfram að koma út erlendis. Útgáfuréttur CoDex 1962 hefur meðal annars verið seldur til Bandaríkjanna, Þýskalands og Bretlands, Skugga-Baldur kemur brátt út á 35. tungumálinu og nú í lok maí var ljóðabókin Gráspörvar og ígulker gefin út í franskri þýðingu Severine Daucourt hjá forlaginu Editions Lanskine í París. Það síðarnefnda sætir nokkrum tíðindum því afar sjaldgæft er að heilar ljóðabækur íslenskra skálda séu gefnar út á öðrum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

United sagt hafa snarlækkað verðmiðann

United sagt hafa snarlækkað verðmiðann
Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum