fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Guðmundar- og Geirfinnsmálið frjór efniviður fyrir kvikmyndagerðarfólk

Heimildamynd heimsfrumsýnd á dögunum og leiknir sjónvarpsþættir um málið í vinnslu

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 9. maí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alræmdasta sakamál Íslandssögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálið, er kvikmyndagerðarmönnum sérstaklega hugleikið um þessar mundir.

Annars vegar var ný bresk-íslensk heimildamynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið heimsfrumsýnd í Kanada í síðustu viku og hins vegar vinnur RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, að sjónvarpsþáttaröð á ensku um málið. Bæði verkefnin eru innblásin af útvarpsþáttum og umfjöllun Simon Cox um málið fyrir BBC, en þættir hans nefndust The Reykjavík Confessions.

Heimildamyndin Out of thin air er framleidd af Sagafilm og breska fyrirtækinu Mosaic Films fyrir RÚV, BBC og Netflix. Bretinn Dylan Howitt er leikstjóri myndarinnar og er hún bæði unnin upp úr gömlu myndefni sem nýjum atriðum sem leikstýrt er af Óskari Jónassyni. Ólafur Arnalds gerir tónlist myndarinnar. Gagnrýnandi kanadíska kvikmyndavefsins Toronto Film Scene hrósar myndinni, segir hana snjalla þótt hún sé lengi framan af torskilin og flókin.

Sjónvarpsserían um málið verður hins vegar unnin af framleiðslufyrirtækjunum Buccaneer Media og RVK Studios, en handritið verður skrifað af John Brownlow og áðurnefndum dagskrárgerðarmanni BBC, Simon Cox. Í viðtali við Vísi á dögunum sagði Baltasar Kormákur að hann hefði áhuga á að leikstýra þáttunum en teldi það ólíklegt vegna anna. Hann telur enn fremur líklegt að tökur hefjist á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“