fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025

Útgáfustyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta veittir

Segulbönd, smádýr og síldarævintýri

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 13. maí 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú á dögunum var tilkynnt hvaða verkefni hljóta útgáfustyrki frá Miðstöð íslenska bókmennta í ár. 45 verkefni hljóta styrki sem nema samanlagt 23.5 milljón króna. Útgáfustyrkjum er úthlutað einu sinni á ári og þeim er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka. Alls barst 101 umsókn frá 56 umsækjendum í ár en sótt var um tæpar 89 milljónir króna.

Þau verkefni sem hlutu hæstu styrkina í ár eru eftirfarandi:

Segulbönd Iðunnar í ritstjórn Rósu Þorsteinsdóttur. Útgefandi: Kvæðamannafélagið Iðunn.
Íslensk smádýr á landi – Skordýr og önnur liðdýr, sniglar og liðormar eftir Erling Ólafsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Opna.
Síldarævintýrið (vinnuheiti) eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Útgefandi: Forlagið.
Skipulagssaga Íslands eftir Harald Sigurðsson. Útgefandi: Crymogea ehf.
Leitin að klaustrunum. Íslenskt klaustratal eftir Steinunni Kristjánsdóttur. Útgefandi: Sögufélag.
Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið, 1858-1874 í ritstjórn Terry Gunnell og Karls Aspelund. Útgefandi: Þjóðminjasafnið.
Ásmundur Sveinsson – Í hafróti sálarinnar (vinnutitill) eftir Kristínu G. Guðnadóttur í ritstjórn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur. Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn.
Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar, formála ritar Sölvi Björn Sigurðsson. Útgefandi: Salka.
Milli steins og sleggju: Nútímasaga Mið-Austurlanda eftir Magnús Tuma Þorkelsson. Útgefandi: Forlagið.
Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson. Útgefandi: Forlagið.
Smekkleysa í 30 ár í ritstjórn Ólafs J. Engilbertssonar. Útgefandi: Smekkleysa SM ehf.

Lista yfir alla styrkþegana í ár má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Óvænt nafn á blaði yfir hugsanlega arftaka Lewandowski

Óvænt nafn á blaði yfir hugsanlega arftaka Lewandowski
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

FH að krækja í Dag Fjeldsted frá Breiðablik

FH að krækja í Dag Fjeldsted frá Breiðablik
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli