fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Óskarsleikstjóri gerir heimildamynd um Tupac

Steve McQueen gerir heimildamynd í fullri lengd um rapparann goðsagnakennda

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 13. maí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

segist spenntur að fá að sökkva sér ofan í líf og list rapparans.
Steve McQueen segist spenntur að fá að sökkva sér ofan í líf og list rapparans.

Mynd: Reuters

Breski leikstjórinn Steve McQueen mun leikstýra heimildamynd um ævi rapparans Tupac Shakur á næstunni. Þetta verður fyrsta heimildamyndin í fullri lengd sem McQueen leikstýrir, en hann hefur áður vakið mikla athygli fyrir leiknar kvikmyndir sínar Hunger, Shame og 12 Years a Slave, en fyrir þá síðastnefndu hlaut hann Óskarsverðlaunin árið 2014.

„Ég stundaði nám í kvikmyndagerð við New York-háskóla árið 1993 og man eftir hinum sístækkandi hip-hop heimi og því hvernig leiðir mínar og Tupacs lágu saman í örlítið augnablik í gegnum sameiginlegan vin,“ segir McQueen um tengingu sína við efnið.

Fjölskylda Tupac‘s kemur að framleiðslu myndarinnar og segir Gloria Cox, móðursystir rapparans, að markmiðið sé ekki að verja Tupac heldur að sýna hann á sem fyllstan hátt, svo athafnir hans, ákvarðanir og orð fái að tala fyrir sig sjálf.

Tupac var einn allra vinsælasti rapptónlistarmaður tíunda áratugarins en var myrtur aðeins 25 ára gamall í september 1996. Enn er morðið óupplýst líkt og morðið á félaga hans – en síðar óvini – rapparanum Notorious BIG. Um þessar mundir er sérstaklgea mikill áhuga á ævi rapparans en leikin mynd um líf hans og dauða, All eyez on me, verður frumsýnd í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“