fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Sálarlaus Viktoría

Þokkaleg afþreying en engin sagnfræði

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 10. maí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég man eftir lesendabréfi sem reiður sagnfræðingur skrifaði fyrir mörgum árum vegna íslenskrar kvikmyndar sem fjallaði um sögulegt efni og taldi upp allar staðreyndavillurnar sem þar var að finna. Þær voru ansi margar. Í dag er ég ekki viss um að sagnfræðingar nenni að skrifa um allar þær sögulegu villur sem finnast í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þeir myndu þá ekki gera mikið annað. Ég held að þeir láti sér nægja að súpa hveljur í einrúmi.

Á sunnudagskvöldum er sýndur á RÚV breskur framhaldsþáttur um fyrstu árin í valdatíð Viktoríu drottningar. Það liggur við að þættirnir séu skrifaðir eins og á ferðinni sé myrkur krimmaþáttur. Hin unga drottning þarf stöðugt að gæta sín því hættur leynast við hvert fótmál. Svo er hún yfir sig ástfangin af Melbourne lávarði og forsætisráðherra. Þetta er þokkaleg afþreying en engin sagnfræði.

Aðalleikkonan er ung og fögur og minnir ekki á Viktoríu drottningu sem var lítil og hnellin og engin fegurðardís. En þetta er sjónvarp og það þarf að laða að áhorfendur svo aðalleikkonan þarf að vera grönn og snotur. Leikkonan reynir vissulega sitt besta en meinið er að hennar besta er ekki nógu gott. Leikur hennar er sálarlaus. Það hefði verið til bóta ef í hlutverkið hefði valist ung leikkona með ósköp venjulegt útlit og nokkur aukakíló en persónuleika sem vekti áhuga áhorfenda. En þá er sennilega verið að biðja um of mikið í samtíma sem er heltekin af útlitsdýrkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á