fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025

Sigurður A. Magnússon er látinn

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 9. apríl 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, blaðamaður og þýðandi, lést 2. apríl, 89 ára að aldri. Sigurður skrifaði fjölda bóka, skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og fræðibækur.

Fyrsta bók Sigurðar var ferðasagan Grískir reisudagar sem hann sendi frá sér 25 ára gamall árið 1953, en hann er þó líklega þekktastur fyrir endurminningabækur sínar. Sú fyrsta var Undir kalstjörnu, en þar segir hann frá átakanlegum uppvexti sínum í Reykjavík á kreppuárunum upp úr 1930. Sigurður hlaut Menningarverðlaun DV árið 1980 fyrir bókina.

Sigurður var enn fremur einn afkastamesti þýðandi þjóðarinnar. Hann þýddi bækur og ljóð eftir fjölda höfunda úr dönsku, ensku, þýsku og grísku, meðal annars eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Fagna þeir titlinum?

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Fagna þeir titlinum?
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni