fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Handritshöfundur grét

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 27. apríl 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku sjónvarpsþáttunum Broadchurch er lokið. Þegar best lét sátu níu milljónir Breta límdar við skjáinn og fylgdust með fyrstu þáttaröðinni en nokkuð færri fylgdust með annarri og þriðju þáttaröð. Þættirnir voru sýndir í rúm fjögur ár.

Fyrsta þáttaröðin vann til allnokkurra verðlauna, þar á meðal BAFTA-verðlauna en Ólafur Arnalds fékk einmitt þau verðlaun fyrir tónlist sína við þættina. David Tennant og Olivia Colman fóru með aðalhlutverkin í þáttunum og léku þar lögreglumenn. Colman vann til margra virtra verðlauna fyrir frammistöðu sína í þeim, en hún þykir vera í hópi fremstu leikara Breta nú um stundir.

Lokaþátturinn var sýndur í Bretlandi í síðustu viku og þar kom ýmislegt á óvart. Mikil leynd hafði hvílt yfir sögulokum og handritshöfundurinn Chris Chibnall sagði ekki einu sinni fjölskyldu sinni hver væri hinn seki (eða seku). Hann segir það hafa verið tilfinningalega erfitt að skrifa síðustu þáttaröðina og segist hafa grátið við vinnu sína.

Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 um þessar mundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna