fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Það sjálfsagða

Sumar fréttir koma ekki á óvart

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumar fréttir koma ekki á óvart, eins og sýndi sig í sjónvarpsfréttatíma RÚV síðastliðið föstudagskvöld. Þar var sögð frétt af hinni sykurlausu hættu, það er að segja þeim meinum sem geta fylgt því að þamba sykurlausa gosdrykki. Frétt sem hefur birst víða um heim og vakið athygli. Var þetta samt ekki bara eitthvað sem við höfum innst inni vitað? Það er ekkert sniðugt við stöðuga neyslu á drykkjum sem eru stútfullir af aukaefnum. Við vitum yfirleitt hvað er okkur hollt og hvað ekki, það er svosem ágætt að vísindamenn staðfesti þá tilfinningu okkar, en við þurfum ekki að verða óskaplega hissa. Það sjálfsagða á ekki að koma svo mikið á óvart.

Önnur frétt í fréttatímanum kom heldur ekki mikið á óvart, en þar var sagt frá ítölskum forstjóra sem fékk heilaæxli vegna of mikillar farsímanotkunar. Hann talaði í farsíma í 3–4 tíma í 15 ár vegna vinnu sinnar. Sem betur fer reyndist heilaæxlið góðkynja, en gera þurfti á honum aðgerð og hann tapaði heyrn á hægra eyra. Við getum stundað sjálfsblekkingu og ímyndað okkur að það sé í góðu lagi að vera háður farsíma sínum og hafa hann stöðugt við eyrað, en slík ofsanotkun getur ekki haft góðar afleiðingar.

Við eigum ekki að vera of háð tækjum og tólum. Ofnotkun á þeim getur ekki bara skaðað heilsuna heldur verður til þess að við hræðumst sanna einveru og mikilvæga þögn. Innri friður fæst ekki með því að hanga í tölvunni eða vera stöðugt í símanum. Það gerir okkur bara taugaveikluð og vansæl. Sönn samskipti felast í því að tala við fólk augliti til auglits, en það er eins og of margir treysti sér ekki til þess. Hafið þið ekki farið út að borða og litið skyndilega í kringum ykkur og séð að fólk er ekki að tala saman heldur grúfir sig af áfergju yfir símann? Svolítið veruleikafirrt, satt að segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“