fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Halldóra hlýtur bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins

Tvöfalt gler er ein af tólf bókum sem verðlaunaðar eru í ár

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 21. apríl 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Kristín Thoroddsen hlýtur bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár fyrir skáldsöguna Tvöfalt Gler. Tólf höfundar hljóta verðlaunin í ár og verða þau afhent í Brussel í Belgíu 23. maí næstkomandi. Halldóra er þriðji Íslendingurinn til að hljóta verðlaunin, en áður hafa Ófeigur Sigurðsson og Oddný Eir Ævarsdóttir hlotið þau.

Halldóra Kristín Thoroddsen er fæddi árið 1950 og hefur áður sent frá sér ljóðabækur og smásagnasöfn. Skáldsagan Tvöfalt gler kom út hjá bókaútgáfunni Sæmundi í fyrra, en birtist upphaflega í tímaritaröðinni 1005 ári áður. Bókin fjallar um ástina og ellina, ástarlíf eldra fólks og hvernig mismunandi kynslóðir eru að einangrast frá hverri annarri í samtímanum.

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Í myndheimi bókarinnar er fléttað saman beittu innsæi og tilfinningaþrungnum lýsingum sem falla vel að efni sögunnar og skapa jafnvægi sem hentar frásögninni fullkomlega. Höfundi tekst einkar vel að fanga stórar tilfinningar í ljóðrænum og nákvæmum lýsingum, hvert orð er gaumgæfilega valið út frá merkingu og formi. Tvöfalt gler er stór saga sögð í fáum orðum. Hún fjallar um tilvist okkar og tilgang, er barmafull af kvenlegri visku og skarpri innsýn í líf og dauða.“

Aðrir höfundar sem hljóta verðlaunin í ár eru Rudi Erebara (Albanía), Ina Vultchanova (Búlgaria), Bianca Bellová (Tékkland), Kallia Papadaki (Grikkland), Osvalds Zebris (Lettlend), Walid Nabhan (Malta), Aleksandar Bečanović (Svartfjallaland), Jamal Ouariachi (Holland), Darko Tuševljaković (Serbía), Sine Ergün (Tyrkland) and Sunjeev Sahota (Bretland).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“

„Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu