fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Byrjaði að skrifa níu ára gamall

Christoffer Carlsson er höfundur verðlaunaglæpasögunnar Ósýnilegi maðurinn frá Salem

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skáldsagan Ósýnilegi maðurinn frá Salem fékk sænsku glæpasagnaverðlaunin árið 2013. Höfundur hennar, Christoffer Carlsson, er yngsti höfundurinn í Svíþjóð til að hreppa þau verðlaun. Carlsson var staddur hér á dögunum til að kynna bókina. Blaðamaður settist niður með þessum einkar vinalega rithöfundi sem er menntaður í afbrotafræðum.

Uppnuminn af Enid Blyton

Fyrsta bók Carlsson kom út þegar hann var 23 ára gamall. „Sem betur fer er hún ekki til í íslenskri þýðingu því hún var verulega slæm,“ segir hann. Blaðamaður spyr hann hvenær hann hafi byrjað að skrifa. Það kemur í ljós að Enid Blyton kom honum á bragðið.

„Bóklestur var ekki stundaður á heimili mínu og ekkert bókasafn var í skólanum en aðra hverja viku kom bókabíllinn. Þá fórum við krakkarnir í röð og var hleypt inn til að velja okkur bók. Ég var ekki gefinn fyrir lestur og valdi þunna bók sem ég taldi vera fljótlesna. Þetta var Fimm á Smyglarahæð. Ég vissi ekki hvað smyglari var en það hljómaði spennandi. Ég varð uppnuminn og fór að lesa af kappi. Níu ára gamall fór ég að skrifa sögur í stíl Enid Blyton og lét þær gerast á heimaslóðum mínum, Halmstad. Þetta var mín leið til að tjá mig á skapandi hátt. Ég hafði lítið við að vera og vinir mínir bjuggu í 5–6 kílómetra fjarlægð.

Margir lesa bækur en það eru ekki margir níu ára krakkar sem skrifa. Ég veit ekki ennþá hvað það var nákvæmlega sem fékk mig til þess, en ég held að það hafi verið möguleikinn á að búa til nýja heima, skemmtilega og spennandi. Það voru skriftirnar sem gerðu mér ljóst að maður þarf ekki að vera heftur af útliti sínu, uppruna, umhverfi eða því hvernig aðrir sjá mann. Skriftunum fylgdi sterk hamingjutilfinning og þannig er það ennþá.

Ég er mikill glæpasagnaaðdáandi. Þegar ég var tíu ára kynnti afi minn fyrir glæpasögum allra stóru sænsku glæpasagnahöfundanna, Hennings Mankell, Lizu Marklund og Håkans Nesser.“

Junker ratar heim

Árið 2013 kom út glæpasagan Ósýnilegi maðurinn frá Salem en þar var kynntur til leiks lögreglumaðurinn Leo Junker. „Bókin er skrifuð í fyrstu persónu, sem er nokkuð óvenjulegt í glæpasögum,“ segir Carlsson. „Junker er á fertugsaldri, afar fær lögreglumaður en hefur sína galla. Það má segja að hann sé dæmigerð glæpasagnalögga. Í bókinni kemur í ljós að hann gerði skelfileg mistök í starfi, varð starfsfélaga sínum að bana. Hann lifir einangruðu, einmanalegu lífi. Í upphafi sögunnar finnst kona myrt í íbúð sinni sem er í sama húsi og íbúð Junkers. Mál myrtu konunnar leiðir hann á gamlar slóðir. Vinátta og eðli vináttu kemur svo mjög við sögu.“

Ósýnilegi maðurinn frá Salem er fyrsta bókin í fjögurra bóka flokki um Leo Junker. Carlsson segir að í þeim megi sjá ákveðna þróun. „Harry Hole og Kurt Wallander eru frá upphafi einfarar og það breytist ekki. Sambönd þeirra við aðra endast ekki. Þetta á ekki við um Junker. Í hverri bók fetar hann sig hægt áleiðis heim og í síðustu bókinni verður hann kominn heim og er sáttur. Þessar fjórar bækur eru því ein löng saga. Hverja um sig má þó lesa sem sjálfstæða sögu,“ segir hann.

Carlsson segir morð ekki aðalefni bóka sinna. „Góður krimmi fjallar ekki eingöngu um glæp heldur um svo margt annað eins og ást, vináttu, svik, græðgi, fíkn og þörf fyrir völd. Ég er lærður afbrotafræðingur og veit að þegar glæpur er framinn er það venjulega vegna þessara þátta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“

„Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu