fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Mannlegir harmleikir

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 5. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er ástæða til að minnast á þættina Horfin sem RÚV sýnir á þriðjudagskvöldum. Það er ekki oft sem maður situr lamaður eftir sjónvarpsáhorf, en það gerðist eftir sýningu fimmta þáttar. Lokin voru svo óvænt og hrottafengin að ég sat grafkyrr í sófanum í allnokkurn tíma. Ég þurfti að jafna mig. Ekki ætla ég að upplýsa nákvæmlega hvað gerðist, fyrir utan það að þegar litla stúlkan sýndi lögreglumanninum teikningu og sagði: „Þetta er ég og mamma í kjallaranum“ þá tók maður andköf. Eftirleikurinn var svo þannig að erfitt var að horfa. Áður en ég lagðist til svefn óttaðist ég að fá martröð, en blessunarlega gerðist það ekki.

Þessi þáttaröð er númer tvö. Fyrsta þáttaröðin var frábær, en þar var sögð saga af hvarfi ungs drengs og leit foreldranna að honum. Eftir lokaþáttinn í þeirri seríu var maður algjörlega miður sín, svo átakanleg var atburðarásin. Ekki hvarflaði að mér að ætla sem svo að önnur þáttaröðin yrði jafngóð og sú fyrsta. En eftir þennan fimmta þátt er ég samt komin á þá skoðun að svo sé.

Enginn ætti að missa af Horfin. En um leið er rétt að gera sér grein fyrir því að maður kemst í nokkurt uppnám við áhorfið. Þarna er fjallað um mannlega harmleiki og manni getur ekki staðið á sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna