fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Kvíðafull Emma Stone

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 5. mars 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýbakaður Óskarsverðlaunahafi, Emma Stone, var kvíðafullt barn og unglingur sem bjóst alltaf við hinu versta. „Ég þjáðist af stöðugum kvíða,“ segir hún. Á verstu tímabilunum gat hún ekki hugsað sér að heimsækja vini sína og henni fannst erfitt að mæta í skólann. Sjö ára gömul var hún sannfærð um að heimurinn væri að líða undir lok. Foreldrar hennar höfðu áhyggjur af líðan hennar og sendu hana til sálfræðings. Stone segir mikla hjálp hafa verið í því. Hún skrifaði sögu, sem hún á ennþá, sem heitir Ég er stærri en kvíði minn. Hún ímyndaði sér að lítið grænt skrímsli sæti á öxl hennar og segði henni alls konar hluti sem eru ekki réttir. „Þegar ég hlusta á skrímslið stækkar það. Ef ég hlusta mikið á það þá bugar það mig. En ef ég held áfram að gera það sem ég er að gera, leyfi skrímslinu að tala við mig en veiti því ekki mikla athygli, þá skreppur það saman og hverfur,“ er haft eftir leikkonunni. Stone fór að leika á unga aldri og segir að það hafi einnig hjálpað sér mikið við að vinna bug á kvíðanum.

Í nýrri mynd fer Stone með hlutverk tennisstjörnunnar Billie Jean King í Battle of the Sexes. Myndin fjallar um eitt frægasta tenniseinvígi sögunnar, milli Billie Jean og Bobby Riggs sem Steve Carell leikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna