fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Han Kang og Jonas Hassen Khemiri meðal gesta á bókmenntahátíð

Bókmenntahátíð í Reykjavík fer fram í september

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 31. mars 2017 19:00

Bókmenntahátíð í Reykjavík fer fram í september

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt hefur verið hvaða erlendu rithöfundar muni taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík 2017 sem fer fram í september. Meðal gesta verða kóreski rithöfundurinn Han Kang, sem hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin í fyrra fyrir bókina Grænmetisætan (k. 채식주의자), og sænski rithöfundurinn Jonas Hassan Khemiri sem sagður hefur verið einn mikilvægasti höfundur sinnar kynslóðar í Svíþjóð, en á dögunum kom bók hans Allt sem ég man ekki (e. Allt jag inte minns) út í íslenskri þýðingu.

Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur verið haldin annað hvert ár frá 1985 og fara þá fram fjölbreyttir viðburðir á borð við upplestra, viðtöl, málþing, ráðstefnur og bókaball, en frítt er inn á alla viðburði.

Aðrir rithöfundar sem munu koma fram á hátíðinni eru meðal annars ísraelski rit- og handritshöfundurinn Etgar Keret, danska ljóðskáldið Maja Lee Langvad, sænska ljóðskáldið Aase Berg, finnski rithöfundurinn Tapio Koivukari, norðmennirnir Morten Strøksnes og Fredrik Sjöberg, danski rithöfundurinn Anne-Cathrine Riebnitzsky, bandaríkjakonan Yaa Gyasi sem á ættir að rekja til Gana, bandaríski sagnfræðiprófessorinn Timothy Snyder, breski rithöfundurinn og blaðamaðurinn John Crace, skoska ljóðkáldið Christine De Luca, indónesíski rihöfundurinn Eka Kuniawan, japanski rithöfurinn Hiromi Kawakami og Esmeralda Santiago frá Portó Ríkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

„Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“

„Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu