fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024

Ferðasaga um innviði lífríkisins

Unnur Jökulsdóttir er höfundur bókar um Mývatn – Myndir eftir eiginmann hennar prýða bókina

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 29. mars 2017 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Jökulsdóttir er höfundur bókarinnar Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk. Unnur þekkir Mývatn vel og hefur dvalið þar síðustu tólf ár. „Ég er gift manni sem hefur helgað Mývatni líf sitt, Árna Einarssyni, forstöðumanni Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Hann er manna bestur í að opna augu fólks og leyfa því að skoða stórkostlega leyndardóma lífríkisins í og við Mývatn,“ segir hún. Unnur vinnur á rannsóknastöðinni en hjónin búa við Mývatn á sumrin og fyrir sunnan á veturna, ásamt Öldu, dóttur Unnar. „Ég er útgáfu- og kynningarstjóri Náttúrurannsóknastöðvarinnar, sé um vefsíðuna og sömuleiðis sé ég um undirbúning fyrir erlenda vísindahópa sem koma til Mývatns á sumrin. Ég er líka aðstoðarmaður í rannsóknum og fer með í fuglatalningar, en í bókinni er einmitt kafli um það hvernig fuglarnir eru taldir. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ segir Unnur.

Áður en talið berst að bókinni er Unnur spurð hvenær áhugi hennar á náttúrunni hafi vaknað. „Ég ólst að hálfu leyti upp í Flóanum í sveit hjá afa og ömmu og ástin á náttúrunni vaknaði af sjálfu sér. Fjallahringurinn er langt í burtu en hann er þarna og svo er allt Atlantshafið fyrir utan ströndina. Mér var sagt að ef maður sigldi beint í suður þá lenti maður á suðurpólnum. Allt það sem var í fjarlægð fannst mér mjög spennandi. Ég heillaðist af náttúrunni og um leið fannst mér sjálfsagt að búa í sátt og samlyndi við hana.“

Fimm ár í vinnslu

Unnur hefur skrifað allnokkrar bækur um náttúru og ferðalög, þar á meðal Kjölfar Kríunnar (1989) og Kría siglir um Suðurhöf (1993) ásamt þáverandi manni sínum Þorbirni Magnússyni, en bækurnar tvær fjölluðu um siglingar þeirra á skútu um heiminn. „Ég fékk útrás fyrir mikla ferðaþrá á ævintýralegum siglingum mínum á skútunni forðum daga. Ég var að sigla í fimm ár með Þorbirni og með undirbúningi tók allt ferlið tíu til tólf ár. Við sigldum um hafið, komum við á eyjum og skoðuðum framandi dýralíf,“ segir Unnur. „Þegar við skrifuðum svo þessar tvær bækur var óhjákvæmilegt að fjallað væri um dýralíf. Án þess að hafa endilega ætlað að verða náttúrurithöfundur þá færðist ég í þá átt gegnum ferðasöguna. Síðan hef ég þróað það áfram með því að vinna ljósmyndabækur með frábærum ljósmyndurum. Í þessari bók finnst mér ég orðinn náttúrurithöfundur. Bókin um Mývatn er ferðasaga um innviði lífríkisins.“

Varstu lengi að vinna að bókinni?

„Ég var fimm ár að vinna hana með öðrum störfum. Undirbúningur tók langan tíma, ég var að afla mér vitneskju og fróðleiks og las mér til. Ég tók viðtöl við fólk, þar á meðal heimamenn, og skoðaði gamla annála og bækur. Það liggur mikil rannsóknarvinna að baki þessari bók.“

Það er áberandi persónulegur tónn í bókinni.

„Ég var dálítinn tíma að finna tóninn. Ég vildi hafa textann á persónulegu nótunum því oft er það besta leiðin til að ná til lesandans. Ef ég lýsi því hvaða áhrif Mývatn og Mývatnssveit hafa á mig þá getur lesandinn vonandi upplifað þá tilfinningu með mér.“

Stór og dýrmæt perla

Hefurðu áhyggjur af Mývatni og framtíð þess?

„Ég hef áhyggjur af Mývatni og ég hef áhyggjur af veröldinni. Mývatn með sínu einstaka fugla- og lífríki á að vernda. Þarna eigum við stóra og dýrmæta perlu á heimsmælikvarða. Árið 1974 voru sett ströng náttúruverndarlög um Mývatn og vatnasvið þess en þeim var að hluta aflétt árið 2004 og í staðinn var einstaka staður þar friðaður. Af hverju er ekki horft til framtíðar og staðið við ákvörðunina frá 1974?“

Þú segist hafa áhyggjur af veröldinni. Finnst þér eins og svo mörgum að við séum á góðri leið með að eyða jörðinni?

„Já, og mér finnst hræðilegt að horfa upp á það. Mér finnst líka hræðilegt þegar jafn valdamikill maður og Bandaríkjaforseti afneitar staðreyndum eins og loftslagsbreytingum af mannavöldum og ætlar ekki að framfylgja samþykktum alþjóðasamfélagsins. Ég vona að hægt verði að snúa skelfilegri þróun við. Til að svo verði þurfa allir að taka höndum saman, bæði almenningur og stjórnvöld þurfa að leggja sitt af mörkum.“

Vatnslitamyndir eftir eiginmanninn

Þetta er lítil bók og falleg með vatnslitamyndum. Það hefur greinilega verið lögð mikil alúð í hana.

„Mig langaði til að þetta yrði textabók sem segði: Lestu mig! Ekki stór hlunkur sem þyrfti að liggja á borði og væri flett eingöngu vegna ljósmyndanna. Hann Árni minn er góður vatnslitamálari og myndir hans hafa í of miklum mæli hvílt ofan í skúffu. Mér finnst alveg dásamlegt að þær fái líf í þessari bók. Svo eru þarna plöntumyndir eftir breska konu, Margaret Davies, sem kom til Mývatns í nokkur sumur og málaði flóruna þar. Það er gaman að hafa fengið leyfi til að nota þær til að skreyta bókina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja að Real sé hætt við að fá Trent í janúar

Segja að Real sé hætt við að fá Trent í janúar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Forsetinn um Salah: ,,Þessar sögusagnir eru ekki réttar“

Forsetinn um Salah: ,,Þessar sögusagnir eru ekki réttar“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Skýrari mynd dregin upp af andláti hjónanna í Neskaupsstað – Hinn grunaði þakinn blóði við handtöku og alvarlega veikur

Skýrari mynd dregin upp af andláti hjónanna í Neskaupsstað – Hinn grunaði þakinn blóði við handtöku og alvarlega veikur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni því jólin eru á næsta leiti

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni því jólin eru á næsta leiti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn: Ekki endilega best að minnka greiðslubyrðina þegar vextir lækka – Svona geturðu stytt lánið um allt að helming

Björn: Ekki endilega best að minnka greiðslubyrðina þegar vextir lækka – Svona geturðu stytt lánið um allt að helming
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hvetur félag sitt til að sækja eina af hetjum Spánverja

Hvetur félag sitt til að sækja eina af hetjum Spánverja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Á Reykjavíkurborg að taka upp viðmiðunarverð á veitingastöðum?

Á Reykjavíkurborg að taka upp viðmiðunarverð á veitingastöðum?