fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Magnaður lokaþáttur

Kvíði og ótti sótti á mann við áhorf á Horfin

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 24. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaþátturinn af Horfin var magnaður. Ég sat í sófanum full af kvíða og óttaðist að allt væri illa. Ekki fór þó þannig. Það má segja að þátturinn hafi endað jafnvel betur en búast mátti við. Allavega var mér mjög létt. Ein aðalpersónan dó reyndar, fremur þreytandi manngerð að mínu áliti, þannig að ég syrgði hana ekkert sérstaklega. Ekki er svo fullkomlega ljóst um örlög dauðvona lögreglumannsins, Julien Baptiste. Undir lok þáttar sagði læknir að hann væri gerður úr sterkara efni en flestir. Þau orð vöktu hjá mér von um að gerð yrði ný þáttaröð af Horfin með Baptiste í aðalhlutverki og yrði þá sú þriðja í röðinni. Ég spái því að Baptiste deyi í lok hennar, verði hún gerð. Það er mjög af honum dregið.

Mikið voru þessi þættir annars vel gerðir! Leikararnir stóðu sig allir frábærlega og hlutverkin buðu sannarlega upp á tilþrifamikla túlkun. Þarna var franski lögreglumaðurinn með andlit sem sagði manni að hann hefði átt tíðindamikið líf. Þarna voru niðurbrotnir foreldrar sem misstu gjörsamlega fótanna, ekki eftir að dóttir þeirra hvarf heldur eftir að hún virtist hafa komið í leitirnar. Við sáum siðblindan barnaníðing sem sveifst einskis og drap til að hylja slóð sína. Og svo voru það brottnumdu stúlkurnar tvær. Önnur var stúlka sem varð svo háð ræningja sínum að hún gat ekki hugsað sér að hverfa aftur til fyrra lífs. Hin var stúlkan sem við sáum í lok þáttaraðarinnar og var sterk allan tímann. Leikkonan sem lék hana fékk ekki margar mínútur en skapaði eftirminnilega persónu sem manni þótti samstundis vænt um og bar virðingu fyrir. Svo var þriðja stúlkan sem við kynntumst ekki, en var sagt frá. Hún tókst á við ræningja sinn og var myrt. Einnig hún varð manni minnisstæð þótt hún sæist aldrei.

Það var ekki erfitt að lifa sig inn í þessa þætti, maður sogaðist inn í þá og var kvíðinn og hræddur meðan á áhorfi stóð. Ansi mögnuð upplifun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk