fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024

Skrifar tólf ljóðabækur á einu ári

Brynjar Jóhannesson, nemi í ritlist, gefur út eitt ljóðahefti í mánuði árið 2017

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ákveðið afrek að gefa út ljóðabók. Það tekur oft mörg ár að vinna eina slíka, en Brynjar Jóhannesson, mastersnemi í ritlist við Háskóla Íslands, stefnir hins vegar á að gefa út tólf ljóðahefti á árinu 2017. Geri aðrir betur.

Brynjar hefur áður gefið út þrjú ljóðahefti sem hluta af skapandi sumarstarfi Hins hússins auk þess að vera einn af ritstjórum smásagnaseríunnar Meðgöngumál sem gefin er út af Partus Press. Blaðamaður DV fékk Brynjar til að segja stuttlega frá verkefninu Tólf.

Ég, flugvél og …

„Ég fékk þessa hugmynd einhvern tímann í nóvember. Ég hafði ekki unnið mikið í ljóðum og langaði að koma mér af stað aftur. Mig þyrsti líka í að gefa eitthvað út og langaði að gera sem mest sjálfur. Ég byrjaði þess vegna að vinna í fyrstu bókinni, og ákvað tiltölulega fljótt að hún skyldi heita Ég og koma út fyrsta janúar. Eftir það var hugmyndin nokkurn veginn fastmótuð. Ein bók kemur út í byrjun hvers mánaðar og eru þær skrifaðar jafnóðum. Hver og ein bók er sjálfstæð þótt einhverjir þræðir kunni að koma fyrir í fleiri en einni bók. Hver hefur ákveðið þema sem ég vinn út frá og hingað til hefur það þema komið í ljós þegar ég er við það að ljúka við bókina á undan. Þá er mig líka farið að klæja í fingurna að byrja á næstu,“ segir Brynjar.

„Ég gaf fyrstu bókina út í tuttugu og fjórum eintökum. Það var svolítið til þess að kanna hvernig gengi. Daginn eftir að bókin kom út voru öll eintök annaðhvort seld eða frátekin svo ég gaf út næstu tvær; Flugvél og Og út í 48 eintökum sem virðist vera nokkuð góð tala. Hingað til hefur fólk eingöngu getað nálgast bækur í gegnum mig. Með því að hafa samband við mig á Facebook, tölvupósti eða í gegnum Like-síðuna sem ég bjó til.

Enginn tími til að bíða

Nú eru bara rétt liðnir þrír mánuðir af verkefninu. Er þetta strax farið að reyna á úthaldið? Hvað heldur þú að verði mesta áskorunin – að ná alltaf að semja nógu mörg góð ljóð á einum mánuði, eða klára alla praktísku hliðina, brjóta um, prenta, halda partí, eða eitthvað allt annað?

„Ég myndi ekki segja að þetta sé farið að reyna á úthaldið. Ég fann samt að þriðja bókin var erfiðari viðureignar en hinar tvær, en ég tengi það frekar við efniviðinn. Hún heitir Og og fer lengra í abstrakt hugmyndir en hinar. Ég þurfti að fara lengra í að elta hugmyndina uppi. Mér finnst ég strax vera búinn að finna ákveðinn takt. Hver mánuður tekur á sig ákveðna mynd, þar sem mánuðurinn skiptist nokkurn veginn í þrennt, frumritun, endurskrif og frágang. Svolítið í anda ferils frá blaði í Word og svo í Indesign og Photoshop. Að byrja mánuðinn í að hugsa mig inn í þemað og skoða það og enda hann á vangaveltum um uppsetningu á texta og kápuhönnun. Mesta áskorunin er sennilega að láta þetta frá sér, að ákveða að nú sé kominn einhver endapunktur og að nú fari þetta í prentun. Það er kannski einmitt liður í þessu, hraðinn neyðir mig til þess að koma þessu út í stað þess að leyfa þessu að bíða út í hið óendanlega.“ 

Úr ljóðabókinni Og

konan sem kyndir

og hestur og tölva verða að tölvu ofan á hesti eða mynd af hesti í tölvu eða tölvan og hesturinn verða að eign einhvers eins og Sammi á bíl og hest og tölvu og ogið er að Sammi eigi hest og Sammi eigi tölvu og kannski er ogið bara samhengi hlutanna eins og skúringakona og eldflaugabensín. Þetta er eldfimt og. Það er að oga saman verkalýð og bensíni og hvað er hægt að gera við bensín annað en að anda því að sér og kveikja í og svo er skúringakona

samsett orð hún er einhver sem skúrar og hún er kona og fyrst hún er með eldflaugabensín í skúringafötunni sinni hlýtur hún að vera reið og hún er að dreifa því eftir gólfinu það er komið út um allt finnið þið lyktina skólastofurnar anga og gangarnir anga og skúringarkonan gengur út og slekkur ljósin á leiðinni og kveikir hún í? Við vitum ekki ljósin eru í það minnsta slökkt og við fylgjumst með og bíðum.

Úr ljóðabókinni Flugvél

kláðinn

í innanverðu eyra

undir augnlokum

inni í hálsi

kitlið

ósýnilegur titringur í höfðinu

hverfur aldrei

krepptur hnefi í maganum

verður ekki að lófa

en þegar suðið í vélinni

hljóðnar

hefur A orðið að B

þar að hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja að Real sé hætt við að fá Trent í janúar

Segja að Real sé hætt við að fá Trent í janúar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Forsetinn um Salah: ,,Þessar sögusagnir eru ekki réttar“

Forsetinn um Salah: ,,Þessar sögusagnir eru ekki réttar“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skýrari mynd dregin upp af andláti hjónanna í Neskaupsstað – Hinn grunaði þakinn blóði við handtöku og alvarlega veikur

Skýrari mynd dregin upp af andláti hjónanna í Neskaupsstað – Hinn grunaði þakinn blóði við handtöku og alvarlega veikur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni því jólin eru á næsta leiti

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni því jólin eru á næsta leiti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn: Ekki endilega best að minnka greiðslubyrðina þegar vextir lækka – Svona geturðu stytt lánið um allt að helming

Björn: Ekki endilega best að minnka greiðslubyrðina þegar vextir lækka – Svona geturðu stytt lánið um allt að helming
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvetur félag sitt til að sækja eina af hetjum Spánverja

Hvetur félag sitt til að sækja eina af hetjum Spánverja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Á Reykjavíkurborg að taka upp viðmiðunarverð á veitingastöðum?

Á Reykjavíkurborg að taka upp viðmiðunarverð á veitingastöðum?