fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024

Fjársjóður fyrir áhugafólk um kvennasögu

Guðrún Ingólfsdóttir hlýtur Menningarverðlaun DV í flokki fræðibóka

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 17. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ingólfsdóttir hlýtur Menningarverðlaun DV í fræðaflokki fyrir bókina Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar sem kom út í ritröðinni Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar hjá Háskólaútgáfunni.

„Í verkinu Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar fjallar Guðrún Ingólfsdóttir um sambúð bóka og íslenskra kvenna á líflegan og einkar læsilegan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar.

„Mikið nýmæli er að bókinni enda hefur svipuð rannsókn á bókmenningu kvenna hvorki verið gerð hérlendis né erlendis. Bókin er einstaklega vönduð og með rannsókn sinni opnar Guðrún lesendum nýja sýn og merkilega á líf íslenskra kvenna á miðöldum til 1730. Bókin er fjársjóður fyrir þau sem eru áhugasöm um kvennasögu og kvennabókmenntir.“

Innsýn í hugarheim og veraldarsýn kvenna

Guðrún segir að hugmyndin að rannsókninni hafi upphaflega kviknað árið 2011 þegar hún vann að doktorsritgerð sinni um bókmenningu, þekkingu og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld. „Það má eiginlega segja að upphafið sé í doktorsvörninni, þá spurði einn andmælandinn: ef þú vissir allt sem þú veist í dag hvað hefðir þú skrifað um? Þá svaraði ég: um konurnar!“ segir Guðrún.

„Það var líka mikil kveikja að bæði amma mín og mamma voru miklar bókakonur. Pabbi var ástríðubókasafnari og þurfti bækur fyrir sitt starf en mamma var hins vegar lítt skólagengin en engu að síður mikill ástríðulesandi. Þau voru bæði fædd 1917 og maður horfði eiginlega inn í annan heim með því að alast upp hjá fólki sem er fætt svona snemma á öldinni. Það er auðvitað ekki hægt að breiða yfir þá bitru staðreynd að konur voru allar götur fram á 20. öld útilokaðar frá æðri menntun og komust varla á skólabekk fyrr en upp úr miðri 19. öld þegar Kvennaskólinn var stofnaður,“ segir Guðrún.

Þessi skortur á opinberri menntun hefur gert að verkum að menn hafa talað niður hlut kvenna í bókmenningu þjóðarinnar og talið hann hafa verið mjög takmarkaðan. „Ég hef oft verið spurð af hverju ég sé eiginlega að rannsaka þetta: „Áttu þær nokkuð einhverjar bækur, fengu þær ekki bara bækur í arf og höfðu þær ekki fyrst og fremst peningagildi fyrir þær frekar en að þær væru tæki til menntunar, þroska og uppspretta skemmtunar?“ En það er ljóst að bókaeign kvenna var miklu fjölbreyttari en fólk ímyndar sér og margar hverjar fengu nasasjón af því sem kennt var í stólskólunum. Á síðari hluta 17. aldar fer maður að sjá bækur í höndum kvenna af lærðari stigum. Alþýðukonur gátu líka átt bækur, en það var dýrt að framleiða þær svo það liggur í hlutarins eðli að það voru fyrst og fremst konur af efri stigum samfélagsins sem áttu bækur.“

Guðrún segir að með því að rannsaka þessi handrit sem hafa verið í eigu kvenna í gegnum aldirnar fái maður betri hugmynd um menntun þeirra, innsýn í hugarheim þeirra og veraldarsýn. En það er þó oft hægara sagt en gert að grafa upp þessi handrit. „Hlutur kvenna í bókmenningu er frekar illa skráður í handritaskrám svo ég þurfti að setjast niður úti á Landsbókasafni og fletta yfir 600 handritum í leit að sporum eftir konur. Það þarf svolítið að kafa eftir hlut kvenna. Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem fræðimenn hafa sýnt þessu efni áhuga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja að Real sé hætt við að fá Trent í janúar

Segja að Real sé hætt við að fá Trent í janúar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Forsetinn um Salah: ,,Þessar sögusagnir eru ekki réttar“

Forsetinn um Salah: ,,Þessar sögusagnir eru ekki réttar“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skýrari mynd dregin upp af andláti hjónanna í Neskaupsstað – Hinn grunaði þakinn blóði við handtöku og alvarlega veikur

Skýrari mynd dregin upp af andláti hjónanna í Neskaupsstað – Hinn grunaði þakinn blóði við handtöku og alvarlega veikur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni því jólin eru á næsta leiti

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni því jólin eru á næsta leiti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn: Ekki endilega best að minnka greiðslubyrðina þegar vextir lækka – Svona geturðu stytt lánið um allt að helming

Björn: Ekki endilega best að minnka greiðslubyrðina þegar vextir lækka – Svona geturðu stytt lánið um allt að helming
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvetur félag sitt til að sækja eina af hetjum Spánverja

Hvetur félag sitt til að sækja eina af hetjum Spánverja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik

Neikvæðu fréttirnar um hann halda áfram – Rifust heiftarlega í hálfleik
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Á Reykjavíkurborg að taka upp viðmiðunarverð á veitingastöðum?

Á Reykjavíkurborg að taka upp viðmiðunarverð á veitingastöðum?