Jón Kalman meðal þrettán höfunda á langa tilnefningarlistanum
Jón Kalman Stefánsson er tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna 2017 fyrir skáldsöguna „Fiskarnir hafa engar fætur“ í enskri þýðingu Phil Roughton. Hann er fyrsti íslendingurinn til að vera tilnefndur til þessara virtu bókmenntaverðlauna. Fiskarnir hafa engar fætur er ein þrettán bóka á lengri tilnefningalista (e. longlist) verðlaunanna í ár, í apríl verður svo tilkynnt hverjar bókanna komast á styttri tilnefningalistann og sigurvegarinn verður kynntur 14. júní næstkomandi.
Frá 2005 til 2015 voru alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin veitt annað hvert ár fyrir heildarverk höfundar utan Bretlands, en í fyrra voru þau veitt í fyrsta skipti fyrir eitt þýtt skáldverk. Þá var það kóreyski rithöfundurinn Han Kang sem hlaut verðlaunin fyrir bókina The Vegetarian.
Aðrir sem komast á langa tilnefningalistann í ár eru eftirfarandi:
Mathias Enard (Frakkland) fyrir Compass í enskri þýðingu Charlotte Mandell (útgefandi: Fitzcarraldo Editions).
Wioletta Greg (Pólland) fyrir Swallowing Mercury í enskri þýðingu Eliza Marciniak (útgefandi: Portobello Books).
David Grossman (Ísrael) fyrir A Horse Walks Into a Bar í enskri þýðingu Jessica Cohen, (útgefandi: Jonathan Cape)
Stefan Hertmans (Belgía) fyrir War and Turpentine í enskri þýðingu David McKay (útgefandi: Harvill Secker)
Roy Jacobsen (Noregur) fyrir The Unseen í enskri þýðingu Don Bartlett og Don Shaw (útgefandi: Maclehose)
Ismail Kadare (Albanía) fyrir The Traitor’s Niche í enskri þýðingu John Hodgson (útgefandi: Harvill Secker)
Yan Lianke (Kína) fyrir The Explosion Chronicles (í enskri þýðingu Carlos Rojas útgefandi: Chatto & Windus)
Alain Mabanckou (Frakkland) fyrir Black Moses í enskri þýðingu Helen Stevenson (útgefandi: Serpent’s Tail)
Clemens Meyer (Þýskaland) fyrir Bricks and Mortar í enskri þýðingu Katy Derbyshire (útgefandi: Fitzcarraldo Editions)
Dorthe Nors (Danmörk) fyrir Mirror, Shoulder, Signal í enskri þýðingu Misha Hoekstra (útgefandi: Pushkin Press)
Amos Oz (Ísrael) fyrir Judas í enskri þýðingu Nicholas de Lange (útgefandi: Chatto & Windus)
Samanta Schweblin (Argentína) fyrir Fever Dream í enskri þýðingu Megan McDowell (útgefandi: Oneworld)