fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu Stranger Things

Þættirnir snúa aftur þann 31. október næstkomandi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. febrúar 2017 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur þáttaröðin af hinum geysivinsælu þáttum, Stranger Things, fer í loftið á Netflix næsta haust. Í gærkvöldi var fyrsta stiklan úr annarri seríunni frumsýnd.

Fyrri þáttaröðin sagði frá ungum dreng í litlum smábæ sem hverfur sporlaust inn í aðra vídd okkar heims og leit móður hans, vina og annarra í bænum að sannleikanum um hvarf hans. Þættirnir hafa á sér dulúðlegan og yfirnáttúrulegan blæ og það virðast áhorfendur hafa kunnað að meta. Fjölmargar vísanir eru í verk eftir til dæmis Stephen Spielberg og Stephen King í þáttunum.

Netflix staðfesti í haust að önnur sería yrði gerð og nú er búið að staðfesta að hún fari í loftið þann 31. október næstkomandi, eða um það leyti sem hrekkjavakan gengur í garð vestanhafs. Allir þættirnir verða aðgengilegir strax frá fyrsta degi sem þýðir að margir munu sitja límdir yfir skjánum í lok október og byrjun nóvember.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver söguþráður annarrar seríunnar verður, en Matt Duffer sem er maðurinn á bak við Stranger Things ásamt bróður sínum, Ross Duffer, sagði fyrir skemmstu að atburðirnir muni tengjast atburðunum í fyrstu þáttaröðinni.

„Fyrsta þáttaröðin gerðist á sex eða sjö daga tímabili – sem er mjög skammur tími. Hugmyndir okkar með annarri þáttaröðinni er að leiða í ljós og skoða afleiðingar og eftirmál þeirra atburða sem gerðust í fyrstu seríunni,“ sagði Matt.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr annarri þáttaröðinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað