fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Að elska La La Land

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 4. febrúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gæti ég elskað konu sem elskar La La Land?“ spurði eftirlætispistlahöfundur minn, Cosmo Landesman, í grein í Sunday Times. Hann hafði farið á stefnumót og boðið í bíó konu, sem hann kynntist nýlega. Hún kolféll fyrir La La Land en hann var ekki hrifinn. „Ég held ekki að ég geti verið með konu sem elskar kvikmynd sem er jafn mikil meðalmennska og þessi mynd er,“ sagði Cosmo. Hann er mjög fyndinn maður og frumlegur í hugsun, en þarna held ég að honum hafi verið alvara. Kollegi hans á Sunday Times, kvikmyndagagnrýnandinn Camilla Long, gaf La La Land fimm stjörnur og sagði: „Að hata La La Land er eins og að hata hvolp.“ Hver hatar svosem hvolp? Mjög fáir. Kannski Cosmo.

Ég hef ekki séð La La Land en ef Camilla Long var hrifin þá á ég von á að eins verði með mig. Camilla er algjört hörkutól þegar kemur að því að dæma myndir og slátrar þeim eins og ekkert sé sjái hún þess þörf. En hún kann líka að hrífast.

Í menningarhluta Kastljóss ræddi Bergsteinn Sigurðsson við Ásgrím Sverrisson um La La Land. Þetta var afar skemmtileg umfjöllun, þar sem meðal annars var fjallað um fjölda tilvísana í gamlar söngvamyndir sem finna má í myndinni. Bergsteinn og Ásgrímur voru ánægðir með myndina og blessunarlega lausir við að setja sig í snobbstellingar. Söngvamyndir eru nefnilega ekki ómerkilegt fyrirbæri. Tilveran á að vera full af söng og dansi. Ég veit að fýlupokarnir eru ekki sammála því, en þeir eru líka aldrei glaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað