Þeir sem hafa séð La La Land vita að hún á lítið skylt við neinn drunga. Það þarf ekki einu sinni að hafa séð myndina, nóg hefur umfjöllunin verið um hana til þess að þeir sem eitthvað hafa fylgst með viti að þar fer heldur létt mynd full af tilvísunum í dans og söngvamyndir frá gullaldarárum Hollywood.
En hvernig væri myndin ef David Lynch, sem er þekktur fyrir súrrealískar kvikmyndir á borð við Lost Highway, Mulholland Drive, Blue Velvet og sjónvarpsþættina Twin Peaks, hefði leikstýrt henni? Þessi stikla sýnir myndina í heldur ólíku ljósi en maður á að venjast. Það er ótrúlegt hvernig hægt er að setja söguna í algerlega nýtt samhengi smá klippingu og hljóðbrellum.