fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Kosið um bestu íslensku bíómyndina

Listi yfir 10 bestu myndirnar birtist í þriðjudagsblaði DV – Lesendur geta kosið á dv.is

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 25. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kvikmyndagerð á sér stutta en áhugaverða sögu. Aðeins tæplega fjörtíu ár eru síðan framleiðsla á íslenskum kvikmyndum fór að taka við sér og íslenskar myndir komu reglulega fyrir augu kvikmyndaunnenda. Á nýju árþúsundi hefur íslensk kvikmyndagerð blómstrað og íslenskar myndir náð máli og notið virðingar víða um heim.

Nú er kominn tími til að líta yfir farinn veg og hefur DV fengið hóp sérfræðinga til að velja bestu íslensku bíómyndina frá upphafi. Listi yfir 10 bestu íslensku bíómyndir allra tíma verður birtur í næsta þriðjudagsblaði DV. Þangað til geta lesendur tekið þátt í valinu með kosningu á dv.is/fbkosning/besta-islenska-kvikmyndin. Eftirfarandi 40 myndir eru í kjörinu.

79 af stöðinni (1962) eftir Eric Balling
Morðsaga (1977) eftir Reyni Oddsson
Land og synir (1980) eftir Ágúst Guðmundsson
Óðal feðranna (1980) eftir Hrafn Gunnlaugsson
Jón Oddur og Jón Bjarni (1981) eftir Þráin Bertelsson
Með allt á hreinu (1982) eftir Ágúst Guðmundsson
Rokk í Reykjavík (1982) eftir Friðrik Þór Friðriksson
Nýtt líf (1983) eftir Þráin Bertelsson
Hrafninn flýgur (1984) eftir Hrafn Gunnlaugsson
Stella í orlofi (1986) eftir Þórhildi Þorleifsdóttur

Ævintýri Pappírs Pésa (1990) eftir Ara Kristinsson
Börn náttúrunnar (1991) eftir Friðrik Þór Friðriksson
Sódóma Reykjavík (1992) eftir Óskar Jónasson
Svo á jörðu sem á himni (1992) eftir Kristínu Jóhannesdóttur
Benjamín dúfa (1995) eftir Gísla Snæ Erlingsson
Á köldum klaka (1995) eftir Friðrik Þór Friðriksson
Djöflaeyjan (1996) eftir Friðrik Þór Friðriksson
Ungfrúin góða og húsið (1999) eftir Guðnýju Halldórsdóttur
Englar alheimsins (2000) eftir Friðrik Þór Friðriksson
101 Reykjavík (2000) eftir Baltasar Kormák
Íslenski draumurinn (2000) eftir Róbert I. Douglas

Lalli Johns (2001) eftir Þorfinn Guðnason
Mávahlátur (2001) eftir Ágúst Guðmundsson
Nói albínói (2003) eftir Dag Kára
Kaldaljós (2004) eftir Hilmar Oddsson
Mýrin (2006) eftir Baltasar Kormák
Foreldrar (2007) eftir Ragnar Bragason
Sveitabrúðkaup (2008) eftir Valdísi Óskarsdóttur
Skrapp út (2008) eftir Sólveigu Anspach

Rokland (2009) eftir Martein Þórsson
Á annan veg (2011) eftir Hafstein G. Sigurðsson
Eldfjall (2011) eftir Rúnar Rúnarsson
Djúpið (2012) eftir Baltasar Kormák
Svartur á leik (2012) eftir Óskar Thór Axelsson
Málmhaus (2013) eftir Ragnar Bragason
Hross í oss (2013) eftir Benedikt Erlingsson
Vonarstræti (2014) eftir Baldvin Z
Fúsi (2015) eftir Dag Kára
Hrútar (2015) eftir Grím Hákonarson
Hjartasteinn (2016) eftir Guðmund Arnar Guðmundsson

Kjóstu á dv.is/fbkosning/besta-islenska-kvikmyndin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“