fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Alltaf eitthvað óvænt

Það tekur á að horfa á Horfin

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 25. febrúar 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að það taki nokkuð á að horfa á spennuþáttinn Horfin. Ung stúlka hverfur en snýr aftur mörgum árum síðar en getur ekki aðlagast og er fjarlæg foreldrum sínum sem eru ráðþrota. Framvindan hefur verið á þann veg að vanlíðan persóna vex með hverjum þætti. Það er ekki þægilegt að horfa á fólk þjást eins og þarna og manni líður ekki alltaf vel.

Í þessum þáttum tekst stöðugt að koma manni á óvart. Þegar maður hugsar sem svo að nú geti ekki margt meira gerst þá gerist einmitt eitthvað sem verður til þess að manni bregður verulega. Þannig voru lok síðasta þáttar á þann veg að ómögulegt er annað en að bíða spenntur eftir framhaldinu. Farið er ört á milli tímaskeiða í þáttunum sem gerir að verkum að áhorfið er krefjandi og maður þarf stöðugt að raða saman bútum, svona eins og í púsluspili. Heildarmyndin, sem í byrjun var afar óljós, er þó smám saman að verða skýrari.

Þættirnir eru gríðarlega vel leiknir. Unga leikkonan í hlutverki stúlkunnar sem hvarf en sneri aftur sýnir gríðarlega sannfærandi leik. Persóna hennar er eins og frá öðrum heimi, ósnertanleg og fjarlæg. Tcheky Karyo er líka frábær í hlutverki lögreglumannsins sem ætlar sér að leysa ráðgátuna til fulls.

Bestu framhaldsþættir sem sýndir eru á RÚV þessa stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna