fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Stjörnum prýdd BAFTA-hátíð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BAFTA-verðlaunin voru veitt í Royal Albert Hall í London síðastliðið sunnudagskvöld. Áberandi var hversu margar þekktar Hollywood-stjörnur mættu, en þar á meðal voru Meryl Streep, Nicole Kidman, Amy Adams, Viola Davis, Casey Affleck og Penelope Cruz. J.K. Rowling var meðal gesta og í stuttu viðtali á rauða dreglinum lýsti hún yfir áhyggjum af uppgangi öfgaafla og var greinilega að vísa til Donalds Trump.

Í þakkarræðum töluðu verðlaunahafar máli kærleika og umburðarlyndis. Stephen Fry var kynnir á hátíðinni og það vakti athygli og fögnuð þegar hann gekk niður að sviðinu og að sæti Meryl Streep sem stóð upp og þau kysstust og föðmuðust. Fry sagði Streep vera eina mestu leikkonu allra tíma og bætti við að einungis algjör fábjáni gæti verið á annarri skoðun. Þar var greinilega skotið fast að Donald Trump sem sagði fyrir nokkru að Streep væri ofmetin leikkona.

Úrslitin voru eftir bókinni. La La Land hlaut fimm verðlaun, þar á meðal var hún valin besta myndin og fékk verðlaun fyrir leikstjórn og Emma Stone var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni. Casey Affleck var valinn besti leikarinn fyrir Manchester by the Sea. Hann er talinn nær öruggur með að hljóta Óskarsverðlaun seinna í mánuðinum. Í þakkarræðu sinni rifjaði leikarinn upp að þegar hann var barn hefði móðir hans farið með hann á fundi sem ætlaðir voru börnum áfengissjúklinga og þar hefðu krakkarnir leikið þann fjölskyldumeðlim sem átti í erfiðleikum. Sá leikur hafi verið eins konar meðferð.

Viola Davis hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir besta leik kvenna í aukahlutverki í myndinni Fences en hún er einnig talin afar líklegur Óskarsverðlaunahafi. Dev Patel var valinn besti leikari í aukahlutverki í myndinni Lion. I, Daniel Blake var valin besta breska myndin. Leikstjóri myndarinnar Ken Loach gagnrýndi ríkisstjórn Theresu May harkalega og sagði hana koma grimmdarlega fram við fátækt fólk og flóttamenn.

Mel Brooks fékk heiðursverðlaun BAFTA við mikinn fögnuð viðstaddra. Vilhjálmur Bretaprins afhenti honum BAFTA-styttuna. Hinn níræði verðlaunahafi lék á als oddi og upplýsti að hann hefði gleymt að taka með sér vegabréfið þegar hann hélt til Bretlands og lofaði því að hann myndi ekki selja BAFTA-styttuna sína á eBay.

Engum kom á óvart að hún skyldi hampa BAFTA-styttu.
Viola Davis Engum kom á óvart að hún skyldi hampa BAFTA-styttu.
Slær í gegn fyrir leik í La La Land.
Emma Stone Slær í gegn fyrir leik í La La Land.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk