fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025

Vel skrifað og meistaralega sett upp

Yean Fee Quay, verkefnastjóri, gerir upp menningarárið 2017

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 30. desember 2017 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2017 sem birtist í áramótablaði DV verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándann munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2017 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


verkefnastjóri sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur.
Yean Fee Quay verkefnastjóri sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Yean Fee Quay

Verkefnastjóri sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur.

Hvað var eftirminnilegasta listaverk eða menningarafurð ársins 2017?

Ég myndi segja að leikrit Guðmundar Steinssonar, Húsið, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu, sé mér ofarlega í huga af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta vel skrifað og meistaralega sett upp leikverk sem opinberar blæbrigði þess að vera manneskja og standa frammi fyrir lífinu og breytingum sem verða á því. Samtölin og flæði atburða voru rakin sundur með svo frábærlega frjálslegum hætti að flest okkar sem búum við svipaðar aðstæður myndum þekkja þær í okkar eigin lífi og sjá jafnvel hluta af okkur sjálfum þar sem við erum túlkuð af leikurunum. Hin ástæðan er þátttaka „ekki íslenskra“ leikara í síðasta hluta sýningarinnar. Að sjá þá taka yfir sviðsljósið togaði í ákveðna strengi sem ég hafði verið lengi að velta fyrir mér vegna myndlistarsýningar. Sýningin stendur nú yfir og ég verð að viðurkenna að Húsið átti þátt í að móta hluta af þeim ákvörðunum sem ég tók sem sýningarstjóri.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu (gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)?

Mynd: Julía Runólfs

Ákveðinn áfangi náðist í baráttunni Við borgum myndlistarmönnum þegar Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að veita Listasfni Reykjavíkur 8,5 milljóna aukafjárveitingu til að greiða listamönnum þóknun og mæta útgjöldum þeirra við að búa til sýningar og vegna þátttöku þeirra í viðburðum sem eru hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur árið 2018. Þetta er stórt stökk fram á við, sem Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna er upphafsmaðurinn að, og skref í átt að þeirri fagmennsku sem margir myndlistarmenn eiga að venjast í öðrum borgum.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2017?

Sem verkefnastjóra í listasafni sýnist mér 2017 lofa bjartari framtíð fyrir menningarlífið á Íslandi.


Menningarárið 2017 gert upp:

Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld
Brynja Pétursdóttir, danskennari
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og leikhúsgagnrýnandi
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður
Dýrfinna Benita (Countess Malaise), tónlistar- og myndlistarkona
Sjón, rithöfundur.

Fleiri ársuppgjör birtast á menningarsíðu dv.is á næstu dögum…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Telur augljóst að Amorim sé illa við þessa tvo leikmenn United

Telur augljóst að Amorim sé illa við þessa tvo leikmenn United
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Breytingar í vændum á ensku deildarkeppninni?

Breytingar í vændum á ensku deildarkeppninni?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Reyna að fá Trippier frá Newcastle

Reyna að fá Trippier frá Newcastle
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að það yrði galið að leyfa Salah að fara

Segir að það yrði galið að leyfa Salah að fara
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Kim Kardashian sögð verulega ósátt eftir skandalinn á Grammy-hátíðinni

Kim Kardashian sögð verulega ósátt eftir skandalinn á Grammy-hátíðinni