fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024

Lítið meistaraverk

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. desember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Karl Garðarsson.

Í umræðu undanfarinna vikna og mánaða hefur hugtök eins og sekt, sakleysi, þöggun og yfirhylming borið á góma. Málin eru jafn ólík og þau eru mörg. Sögurnar eru jafn fjölbreyttar og þær eru sorglegar. Þær eiga gjarnan uppruna sinn í þögninni, hræðslunni við afleiðingar þess að ljóstra upp leyndarmálum sem ekki mega líta dagsins ljós.

Ólafur Jóhann Ólafsson hefur gjarnan blandað saman skáldskap við atburði sem átt hafa sér stað í raunveruleikanum. Þannig hefur hann ritað margar af betri skáldsögum síðari ára. Með ákveðinni tilvísun í atburði liðinna tíma býr hann til nýjan heim sem fær aukinn trúverðugleika hjá lesanda. Þegar þessu er síðan blandað saman við hin ótrúlegu stílbrögð Ólafs, sem njóta sín ekki síst í nákvæmum náttúrulýsingum og hugrenningum söguhetju, verður til samspil fegurðar og dýptar sem fáir geta leikið eftir. Skáldsögur hans eru gjarnan fullar af angurværð og eftirsjá. Oft sorg.

Hér tengir höfundur sögu sína hinum skelfilegu atburðum sem áttu sér stað í Landakotsskóla og komust í hámæli fyrir ekki svo löngu. Atburðarás sögunnar er vissulega skáldskapur, en tengingarnar eru skýrar og nöfn minna á þá einstaklinga sem voru í sviðsljósi fjölmiðla í tengslum við Landakotsmálið. Þetta er saga misnotkunar og þöggunar. Þessu blandar Ólafur síðan saman við aðra sögu, sem byggir þó á sama þema. Þar er sögð saga nunnu, sem hefur lifað í einangrun vegna hræðslu við að þjónn kirkjunnar ljóstri upp um leyndarmál hennar. Í báðum tilvikum er það kirkjunnar fólk sem er gerendur, í báðum tilvikum er saklaust fólk þolendur.

Ólafur Jóhann stígur hér inn í heim glæpasögunnar, en þó á sínum forsendum. Sögur hans hafa oft byggst á einstaklingum sem hafa búið erlendis, en finna sig knúna til að snúa heim til að takast á við gömul leyndarmál. Hér er aðalpersónan ekki íslensk, en örlögin verða ekki umflúin og viðkomandi kemur til Íslands eftir áratuga fjarveru vegna óumflýjanlegs uppgjörs.

Þessi skáldsaga kemur út á athyglisverðum tíma. Fjölmiðlar heimsins eru fullir af frásögnum kvenna sem loksins hafa ákveðið að stíga fram og skýra frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, oft fyrir mörgum áratugum. Þær sem ekki hafa þorað, stíga nú fram og tala. Sakrament Ólafs Jóhanns fellur vel inn í þessa umræðu. Það er löngu orðið tímabært að stíga fram og segja sannleikann, þótt hann geti verið sár.

Skáldsögur Ólafs Jóhanns eru yfirleitt auðveldar aflestrar en skilja samt eftir sig djúp spor. Þetta er sorgleg saga, með djúpan undirtón sem lætur engan ósnortinn. Lítið meistaraverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Ég mun hins vegar alltaf verja Greenwood út á við eins og son minn“

„Ég mun hins vegar alltaf verja Greenwood út á við eins og son minn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Laus af gjörgæslu eftir hnífstungu í gær – Búið að handtaka þrjá og leitað að þeim fjórða

Laus af gjörgæslu eftir hnífstungu í gær – Búið að handtaka þrjá og leitað að þeim fjórða
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur