fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fókus

Harmsaga stúlkunnar í skápnum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 2. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var átakanlegt að horfa á nýlegan spjallþátt dr. Phil sem var á dagskrá Sjónvarps Símans þar sem hann ræddi við Lauren Kavanaugh sem oft er kölluð „stúlkan í skápnum“. Í sex ár, frá tveggja til átta ára aldurs, geymdu móðir hennar og stjúpfaðir hana inni í skáp, sveltu hana og beittu hana ofbeldi. Þegar henni var bjargað var hún ekki stærri en tveggja ára barn. Lauren er nú tuttugu og þriggja ára og hefur skiljanlega aldrei jafnað sig á þessari viðurstyggilegu meðferð.

Hún var í góðum höndum hjá dr. Phil sem talaði við hana af hlýju og skilningi og hún sagði honum frá líðan sinni. Hún á erfitt með svefn, fær martraðir og þjáist af kvíða. Hvað eftir annað finnst henni hún endurlifa barsmíðar móður sinnar og stjúpföður, en bæði fengu lífstíðarfangelsisdóm fyrir meðferðina á henni. Rúmlega þrjátíu sinnum hefur Lauren reynt að svipta sig lífi.

Það tók á að horfa á þessa ungu konu lýsa martraðarkenndri tilvist sinni. Hún á að vísu kærustu en sú vitnaði um mikla vanlíðan Lauren og sagðist lítið geta gert henni til hjálpar, svo mikill væri sársaukinn. Dr. Phil var þó ekki á því að gefast upp. Hann bauð Lauren meðferð á virtri stofnun í Kaliforníu og auk þess leigulausa íbúð í heilt ár og tækifæri til að fá vinnu í gegnum vinnumiðlun. Lauren brast í grát og kærasta hennar klökknaði og áhorfendur í sal voru greinilega snortnir.

Dr. Phil er sannarlega ekki að vinna til einskis!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“