fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Hinn litríki dauði

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pixar hafði tekið við keflinu af Disney sem leiðandi framleiðandi teiknimynda í heiminum þar til stjórar Disney drógu fram veskið og keyptu Pixar fyrir röskum áratug. Margir hafa sagt að með kaupunum hafi Disney að einhverju leyti dregið tennurnar úr Pixar og framleiddar hafi verið of margar framhaldsmyndir með þekktum stærðum. Myndir eins og Coco sýna þó að kjarkurinn og sköpunargleðin er enn til staðar.

Ættarsaga frá Mexíkó

Coco er fjölskyldusaga sem gerist á ónefndum stað í Mexíkó á þekktustu hátíð landsins, degi hinna dauðu. Dagur hinna dauðu hefst 31. október líkt og hrekkjavaka og margir halda að þetta séu í raun svipaðar hátíðir. Hin mexíkóska hátíð stendur hins vegar yfir í nokkra daga og þó að hauskúpur og annað dauðaskraut sé vel sýnilegt þá er aðalinntak hátíðarinnar samvera með fjölskyldunni, bæði lifandi meðlimum og látnum.

Í myndinni fylgjumst við með hinum tólf ára Miguel sem vill verða tónlistarmaður og lítur upp til eins frægasta söngvara landsins, Ernesto De La Cruz, sem lést á fimmta áratug síðustu aldar. Fjölskylda Miguels hefur hins vegar verið mjög andsnúin tónlist síðan langafi hans yfirgaf langömmu hans og dóttur þeirra, Coco, fyrir frama í tónlist. Síðan þá hefur öll ættin snúið sér að skósmíði og ákveðið er að Miguel framlengi þá arfleið.

Þegar Miguel kemst að því að langafi hans var hinn eini sanni De La Cruz strýkur hann frá fjölskyldu sinni til að taka þátt í tónlistarkeppni en fyrir slysni ferðast hann yfir í heim hinna dauðu. Þar hittir hann látna ættingja sína og kemst að sannleikanum um uppruna sinn.

Dauðinn smekklega afgreiddur

Einn helsti styrkur teiknimynda frá Pixar hefur alltaf verið hversu djúpar þær eru og Coco er mögulega sú dýpsta af þeim öllum. Tekið er á alvöru málefnum á tungumáli sem áhorfendur á öllum aldri geta skilið. Þess vegna hafa Pixar-myndir verið mun vinsælli hjá fullorðnu fólki en flestar aðrar teiknimyndir. Í Coco er fjallað um hluti eins og dauðann, djúpa eftirsjá, öldrun og blákalt morð en á þann máta að foreldrar ættu ekki að veigra sér við að leyfa börnum sínum að sjá hana. Þetta er ekki ljót mynd heldur þvert á móti mjög hjartnæm og litadýrðin er slík að áhorfandinn gapir.

Á tímum samfélagsmiðla er vandasamt verk að draga fram þjóðarímyndir án þess að falla í gryfju staðalímynda, sérstaklega í teiknimyndum. Sagan hefur sýnt það. Hér er hins vegar helstu þjóðareinkennum Mexíkó hampað á smekklegan hátt. Tónlistinni, litadýrðinni og mikilvægi fjölskyldunnar sem er meginstefið.

Einn helsti gallinn við Coco er sú ákvörðun að sýna Olaf’s Frozen Adventure á undan henni í kvikmyndahúsum. Hún er sennilega væmnasta og langdregnasta stuttmynd (þið lásuð rétt) sem um getur. En veikleiki myndarinnar Coco er helst sá að söguþráðurinn sjálfur er nokkuð fyrirsjáanlegur. Fullorðið fólk og sjálfsagt mörg börn líka geta séð nokkra leiki fram í tímann.

Niðurstaða

Coco er góð mynd, sennilega með þeim allra bestu frá Pixar. En liðinn er sá tími þegar fólk á öllum aldri beið með eftirvæntingu eftir nýjustu afurð fyrirtækisins. Þetta er samt í raun frekar dæmigerð Pixar-mynd þótt umfjöllunarefnið sé óvenjulegt. Hún er smekkleg, vönduð og laus við allan aulahúmor. Varla þarf að nefna það að hún er óaðfinnanlega unnin tæknilega séð og sannkölluð veisla fyrir augað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð