fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Alltaf fullkomin Nigella

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 19. nóvember 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nigella Lawson er uppáhaldssjónvarpskonan mín. Hún er svo falleg, brosmild og hlýleg að maður fyllist alltaf gleði og bjartsýni við að sjá hana á skjánum. Hún ber það sannarlega ekki með sér að hafa misst móður, systur og eiginmann, öll úr krabbameini, og hafa gengið í gegnum erfiðan skilnað í hjónabandi númer tvö. Nigella stendur sig þrátt fyrir kynni sín af sorginni og vælir ekki. Hún brosir til manns þar sem hún stendur í eldhúsinu og fullvissar mann um að allt verði í allra besta lagi meðan maður hafi vit á að elda og borða góðan mat. Nigella er eins og Mary Poppins, fullkomin á allan hátt.

Það var gleðilegt að sjá þessa sjónvarpsvinkonu í nýjum matreiðsluþætti sem RÚV sýnir á þriðjudagskvöldum, Einfalt með Nigellu (Simply Nigella). Nigella var í essinu sínu í þessum fyrsta þætti sem var eins og ástarjátning til hinna ýmsu matartegunda. Aldrei hefur maður litið á kótelettu eða þorsk sem sérstakan félaga sinn í lífinu en Nigella talaði einmitt í þá átt. Hún dáðist að holdmiklum lárperum og maður fékk allt í einu nýja sýn á þann ávöxt. Nigella dáðist einnig að bústnum rækjum og um leið gerði maður sér grein fyrir því að maður hefur ekki nægilega auðugt ímyndunarafl. Í huga manns eru rækjur bara rækjur, hvenær hefur maður raunverulega dáðst að þeim? Aldrei!

„Lífið er til þess að fagna því,“ sagði Nigella í þessum fyrsta þætti. Nokkuð sem við mættum öll hafa í huga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna