fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Undirliggjandi spenna í gæðaþætti

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar þátturinn af London Spy sem RÚV sýnir á þriðjudagskvöldum brást ekki vonum. Hann var enn betri en sá fyrsti. Hinn ungi Danny er sannfærður um að ástmaður hans hafi verið myrtur og sneri sér til fjölmiðlamanna sem unnu ekki vinnuna sína heldur birtu frétt með stríðsletri um eiturlyfjaneyslu hans. Danny hitti fólk sem hann taldi vera foreldra ástmanns síns en það hagaði sér afar einkennilega og úr varð nokkuð hrollvekjandi atriði þegar hann áttaði sig á því að hann hafði verið blekktur.

Ben Whishaw er frábær í hlutverki Dannys, varnarlaus og í losti vegna dauða mannsins sem hann elskaði, en um leið staðráðinn í að komast að hinu sanna. Hann er hálf vankaður en hver myndi ekki vera það eftir að hafa fundið lík af ástinni sinni í kistu. Sannarlega trúverðug túlkun hjá góðum leikara. Whishaw fær góðan stuðning frá gömlu brýnunum Jim Broadbent og Charlotte Rampling sem bæði hafa afar sterka nærveru. Kvikmyndatakan er svo sér kapítuli en þar er sannarlega vandað til verka.

London Spy er ekki þáttur þar sem keyrt er á hraða. Hann er hægur en spennan er undirliggjandi. Áhorfandinn veit aldrei alveg á hverju hann á von. Allt getur sem sagt gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“
Fókus
Í gær

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba