fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Óvænt umskipti

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 11. október 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraðfréttamennirnir fyrrverandi, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, eru á frystitogara í nýjum þáttum, Hásetar, sem RÚV sýnir á fimmtudagskvöldum og eru þar í karakter. Það er eiginlega alveg sama í hvaða aðstæðum Fannar lendir, hann finnur sér þar stað og er eins og heima hjá sér. Eins og búast mátti við var hann hrókur alls fagnaðar á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni frá Grindavík – það er að segja til að byrja með. Það sama á ekki við um Benna sem virtist í upphafi alls ekki skapaður til að vera á togara. Meðan Fannar er glanni þá er Benni varfærinn og vill stundum einfaldlega fá að vera í friði.

Húmorinn í þessum þáttum er stundum groddalegur, brandarar um rassa eru til dæmis ekki fyrir alla. En það sem gerir þættina fyndna eru vinirnir tveir sem bregðast svo ólíkt við. Í þessum þáttum hefði maður fyrirfram búist við að æringinn Fannar myndi skyggja á hinn prúða Benna. Það er samt ekki svo. Þar sem Benni er í aðstæðum sem eiga ekki vel við karakter hans þá beinist athygli sjónvarpsáhorfandans mjög að honum og því hvað muni henda hann næst. Samspil þessara tveggja vina er síðan svo skemmtilegt að það er ekki annað hægt en að láta sér þykja vænt um þá. Óvænt vending varð síðan þegar Fannar, sem hefur ekki mikið úthald, gafst upp á aðstæðum, varð hinn versti viðureignar og þráði að vera í landi. Benni lék hins vegar á als oddi, hafði fundið sig í nýju hlutverki og var orðinn eftirlæti flestra um borð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2