fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Louis Theroux kafar ofan í skuggahliðar Bandaríkjanna: Dóp, morð og mansal viðfangsefni nýrrar þáttaraðar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. október 2017 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski sjónvarpsmaðurinn Louis Theroux frumsýnir á sunnudag nýja heimildarþáttaröð um skuggahliðar Bandaríkjanna. Louis hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vandaðar og mjög svo athyglisverðar heimildarmyndir sem oftar en ekki fjalla um Bandaríkin á einn eða annan hátt.

Þættirnir, sem sýndir verða á BBC 2, bera yfirskriftina Dark States og í fyrsta þættinum mun hann kafa ofan í heróínvandann. Sífellt fleiri Bandaríkjamenn ánetjast heróíni og í fyrsta skipti í rúma tvo áratugi hafa lífslíkur Bandaríkjamanna minnkað. Er það einkum rakið til heróínvandans, en of stórir neysluskammtar draga fleiri til dauða á ári hverju en skotvopn og bílslys.

Í þættinum á sunnudag mun Theroux heimsækja Huntington í Vestur-Virginíu. Huntington er stundum kölluð höfuðborg heróínneyslu í Bandaríkjunum og eru dauðsföll af völdum of stórra neysluskammta þrettán sinnum fleiri þar en að meðaltali í Bandaríkjunum. Um tíu prósent barna sem fæðast þar eru háð heróíni. Í þættinum mun Theroux ræða meðal annars við fíkniefnaneytendur og bráðaliða sem hafa sjaldan haft meira að gera í vinnunni.

Í öðrum þættinum heimsækir Theroux Milwaukee sem er ein fátækasta borg Bandaríkjanna. Í þættinum, Murder in Milwaukee, ræðir hann meðal annars við lögreglu og íbúa í borginni um þá morðöldu sem gengið hefur yfir sum hverfi borgarinnar undanfarin misseri. Í District 5 er morðtíðni tólf sinnum hærri en að meðaltali í Bandaríkjunum.

Í þriðja og síðasta þættinum að þessu sinni, Sex Trafficking Houston, fjallar Theroux um stöðu mála í Houston en þar er mansal útbreitt vandamál. Þar stjórna valdamiklir hórmangarar vændiskonum í borginni og halda þeim í kynlífsánauð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“