fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Mikilvægi hatta

Smáatriði geta skipt máli

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgátan um bláu hraðlestina, byggð á sögu Agöthu Christie, var Poirot-mynd sem RÚV sýndi síðastliðið föstudagskvöld. Myndin var í þægilegum gamaldags stíl. Þar voru allir fallegir, vel klæddir og báru sig áberandi vel. Flestar persónur virtust ríkar, allavega var eins og þær þyrftu ekkert að vinna fyrir sér, ólíkt okkur hinum. Þarna var reyndar ekki allt sem sýndist því í ljós kom að undir glæstu yfirborði leyndist ýmiss konar ósómi.

Hin minnstu smáatriði skipta máli í myndum eins og þessum. Þarna voru það hattarnir. Allar helstu persónur gengu með höfuðfat. Það fór þeim vel. Persóna með hatt býr yfir ákveðnum virðuleika. Hún er laus við varnarleysi og sýnist hafa fullt vald á aðstæðum. Mér finnst að nútímafólk ætti að gera meira af því að bera hatta, það færi því vel.

Poirot er eftirlætisspæjari margra, þar á meðal mín. David Suchet smellpassar í hlutverk hans. Poirot er belgdur af sjálfstrausti og veit mætavel af verðleikum sínum en er um leið hégómlegur og afar veikur fyrir skjalli. Það eru veikleikar okkar sem gera okkur mannleg, sagði Shakespeare og það á við um Poirot, hinn eitursnjalla spæjara.

Ein af aðferðum Poirot við að leysa sakamál er að standa á hleri og það gerðist margoft í þessari mynd. Sjálfsagt er þetta góð leið til að komast að ýmsu misjöfnu. Ef maður hlustar nógu lengi á manneskju þá kemur að því að hún talar af sér.
Uppgjörið var svo í sönnum Agöthu Chrisie stíl, í lokuðu rými þar sem hinir grunuðu voru samankomnir. Poirot fór yfir atburðarás, talaði eins og alvitur sjáandi, og kom upp um þá seku. Niðurstaðan nokkuð óvænt.

Það var svo aukabónus í góðri afþreyingu að sjá gamla brýnið Elliot Gould í burðarhlutverki. Langt síðan maður sá hann síðast og maður fagnaði honum eins og góðum kunningja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna