fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Cuckoo sárt saknað

Bráðskemmtilegur gamanþáttur frá BBC

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er búin að reikna það út að hin bráðskemmtilega gamanþáttaröð, Cuckoo, frá BBC verður næst á dagskrá RÚV þriðjudaginn 31. janúar. Þetta er ansi löng bið og það er þungt í mér. Ég hafði horft á fyrstu tvo þættina með mikilli ánægju og beið með óþreyju eftir þeim þriðja. Það þriðjudagskvöld var í stað Cuckoo handboltaleikur úti í heimi. Ég hefði miklu fremur viljað horfa á Cuckoo. Næsta þriðjudagskvöld víkur Cuckoo enn og þá fyrir stefnuræðu forsætisráðherra. Ég hef ekkert á móti forsætisráðherra, held að hann sé alveg ágætis maður, en ég vildi samt miklu fremur horfa á Cuckoo en hann. Og er það ekki orðin tímaskekkja að sjónvarpa beint frá stefnuræðu forsætisráðherra? Það er miklu frekar útvarpsefni.

Hver er Cuckoo? kunna ókunnugir að spyrja. Ég ráðlegg þeim sömu að horfa á þættina um hinn vonlausa og galna tengdason og hinn ráðþrota heimilisföður sem vill helst losna við hann. Þættinir eru mjög fyndnir, það er að segja fyrir þau okkar sem hafa gaman af breskum húmor. Greg Davies er frábær sem langþreyttur tengdafaðir Cuckoos og er maður tilþrifamikilla svipbrigða. Hann var tilnefndur til BAFTA-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum og átti það sannarlega skilið. Atriðið þegar hann kom að tengdasyni sínum að hugleiða ofan á eldhúsborðinu er dæmi um vel heppnað gamanatriði. Það er nóg af þeim í þessum bráðskemmtilegu þáttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“