fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Uppáhaldssjónvarpsefni Englandsdrottningar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 23. janúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Englandsdrottning er að sögn þeirra sem til þekkja áhugasamur sjónvarpsáhorfandi. Á dögunum var staðfest að hún sé mikill aðdáandi spurningaþáttarins Pointless sem er á dagskrá BBC en fjórar milljónir Breta hafa fyrir sið að horfa reglulega á þann þátt. Pointless er þáttur þar sem pör keppa og svara spurningum með það markmið að fá sem fæst stig. Þátturinn er bráðskemmtilegur og er þar ekki síst að þakka umsjónarmönnunum Alexander Armstrong og Richard Osman. Margir þekktir einstaklingar eru yfirlýstir aðdáendur þáttanna og má þar nefna listamanninn Lucian Freud, sem nú er látinn, leikkonuna Judi Dench, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara Roy Hodgson, rithöfundinn Robert Harris og fyrrverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, Kinnock lávarð. Drottningin horfir á þáttinn í einkasetustofu sinni þar sem hún fær sér síðdegiste.

Aðrir þættir sem drottningin hefur haft ánægju af að horfa á eru að sögn Midsomer Murders, Downton Abbey og East Enders. Vilhjámur Bretaprins og Katrín eiginkona hans voru miklir aðdáendur þáttanna Homeland og horfðu sömuleiðis með miklum áhuga á Downton Abbey.

Rétt er að taka fram að engar sögur hafa borist af því að drottningin horfi á The Crown.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“