fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Beitt áramótaskaup

Handritshöfundar unnu vel

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég missti af áramótaskaupinu þetta árið og sá það ekki fyrr en það var endursýnt 14. janúar. Mér fannst það fyndið, fyrir utan einhverja klósettbrandara. Slíkir brandarar slá aldrei í gegn hjá mér, eru alltaf jafn þreytandi. Flest annað var mjög gott.

Atriðið um manninn sem var ekki í takt í víkingaklappinu var verulega snjallt og skemmtilega hugsað. Hið sama má segja um atriðið um matarsóun, sem var fínt skot á þá sem eru stöðugt í gríðarlegu uppnámi vegna þess að við hin hendum stundum mat.

Í skaupinu var skotið fast á stjórnmálamenn. Vandræðalega Samfylkingarhljómsveitin sem söng sína frasa án krafts og innlifunar var með því besta sem sýnt var í skaupinu. Það lá reyndar við að manni liði hálf illa því atriðið var svo mikið í takt við raunveruleikann. Viðtalið við Píratana, sem töluðu út og suður og samhengislaust, var grenjandi fyndið og auglýsing Sjálfstæðisflokksins um kvenmannslaust Ísland árið 2020 var afar vel heppnuð.

Einhverja hef ég heyrt kvarta undan skaupinu og segja að það hafi ekki verið neitt fyndið. Það hvarflar að mér að þeir veini vegna þess að þeim finnst að það hafi verið farið illa með stjórnmálaflokkinn þeirra. Ég gat ekki betur séð en allir stjórnmálaflokkar kæmu illa út í skaupinu. Samkvæmt því ættu æstustu flokkshestar allra flokka að vera í fýlu. Skaupið var alveg mátulega andstyggilegt í garð stjórnmálamanna. Grínatriði um pólitík í skemmtiþætti eins og þessum eiga að stinga en ekki vera meinlaust hjal.

Í öllum meginatriðum var þetta fyndið og beitt skaup. Handritshöfundar skaupsins unnu vel, sýndu hugmyndaríki og voru mátulega djarfir. Og það var verulega gaman að sjá Jón Gnarr á skjánum. Hann virtist skemmta sér konunglega og það gerði ég einnig. Ég hló þó nokkrum sinnum upphátt sem er góður mælikvarði á það hvort maður hafi skemmt sér eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna