fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Illskunni hafnað

Morgan Freeman spurði mikilvægra spurninga

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 15. janúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarnar vikur hafa sjónvarpsáhorfendur fengið að njóta leiðsagnar Morgans Freeman í þáttunum Saga guðstrúar sem RÚV sýnir á mánudagskvöldum. Í síðasta þætti fjallaði Freeman um illskuna. Hann ræddi meðal annars við morðingja sem sagðist ekki hafa neina getu til að hafa samúð með öðrum og gæti ekki haft hemil á hvötum sínum. Hann viðurkenndi að engin ástæða væri til að sleppa honum úr fangelsi því hann væri hættulegur samfélaginu. Morðinginn talaði eins og hann ætti ekkert val, honum væri ómögulegt annað en að skaða aðra fengi hann frelsi. Hann sagðist vera tilfinningalaus.

Freeman talaði við annan mann sem hafði verið í nýnasistasamtökum í tíu ár og sagðist hafa meitt aðrar manneskjur. Hann fann ekki til með öðrum, var fullur reiði og haturs og vildi valda sem mestum skaða. Honum tókst það ætlunarverk sitt. Í viðtalinu sagðist hann hafa verið tilfinningalaus og lýsti því þannig að það hefði verið gat á sál hans. Ólíkt morðingjanum, sem hafði einnig lýst sér sem tilfinningalausum, gerði hann sér loks grein fyrir því að hann ætti val. Hann eignaðist son og varð sannfærður um að til væri guðlegur máttur. Hann gjörbreytti lífi sínu, hafnaði illskunni og reynir nú af öllum mætti að láta gott af sér leiða. „Þú ert tákn um von heimsins,“ sagði Freeman við manninn sem komst við.

Frábær þáttur, eins og þeir hafa reyndar allir verið í þessari merku þáttaröð. Og Freeman er dásamlegur leiðsögumaður, vitur og með góðlegt andlit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“