fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Dásamleg Miranda

Stórskemmtilegur breskur gamanþáttur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sannarlega mikið gleðiefni að RÚV hafi aftur tekið til sýninga bresku gamanþættina Miranda því þeir eru alveg einstaklega fyndnir. Leikkonan Miranda Hart er handritshöfundur þáttanna og leikur jafnframt aðalhlutverkið. Hin hávaxna, klunnalega og seinheppna Miranda er einstök og það er ómögulegt annað en að heillast af henni. Hún er mjög sjarmerandi en gerir svo að segja ekkert rétt og er stöðugt að koma sér í vandræði. Þá grípur hún oft til þess að ýkja stórlega eða beinlínis ljúga til að bjarga sjálfri sér. Slíkt dugar hins vegar ekki, enda vitum við flest að lygar eiga til að vinda upp á sig og koma fólki í enn meiri vandræði en það var í áður. Þetta er Miranda stöðugt að reka sig á en virðist eiga erfitt með að læra af mistökum sínum.

Miranda getur ekki annað en komið manni í gott skap, svo stórskemmtileg er hún. Það lá vel á mér alla helgina vegna þess að Miranda var svo skemmtileg í sjónvarpinu á föstudagskvöldið. Það sló mjög á gleðina á sunnudag þegar ég horfði á endursýningu myndarinnar Vendipunktur þar sem stórleikarinn Leonardo DiCaprio fjallaði um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Því lengur sem ég horfði því daprari varð ég því ég sá ekki betur en að mannkynið væri að ganga ansi rösklega til verks við að eyða sjálfu sér. Það er víst bara tímaspursmál hvenær það tekst. Ég hló á föstudagskvöld en andvarpaði þunglega á sunnudegi – hvað annað getur maður gert þegar maður uppgötvar að mannkyninu er ekki viðbjargandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna