fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Eitthvað þarf að breytast

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 30. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teiknimyndin The Lego Movie sló rækilega í gegn árið 2014 og skömmu eftir að hún kom út var tilkynnt að hvorki fleiri né færri en fjórar aðrar myndir frá danska leikfangarisanum væru í burðarliðnum. The Lego Batman Movie kom út í janúar síðastliðnum og vakti síst minni kátínu hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Átta mánuðum síðar er þriðja myndin, The Lego Ninjago Movie, komin út.

Flókin fjölskyldusaga

Ólíkt fyrstu framhaldsmyndinni, sem byggði á einni vinsælustu persónunni úr Lego Movie, þá gerist The Lego Ninjago Movie í allt öðrum heimi. Ninjago er leikfangalína sem Lego kynnti til sögunnar árið 2011 og hefur verið nokkuð vinsæl allar götur síðan. Meðal annars hefur verið framleidd sjónvarpsþáttaröð sem byggir á þessum heimi þar sem japönskum og kínverskum goðsögnum er hrært saman í einn graut.

Sagan gerist í borginni Ninjago sem liggur undir stöðugum árásum hins fjórhenda stríðsherra Garmadon sem dvelur á eldfjallaeyju skammt undan. Ástæðan fyrir því að borgin er ekki fallin í hans hendur eru sex unglings-ninjur, þjálfaðar af lærimeistaranum Wu, sem hrinda árásunum í hvert skipti en líkt og flestar ofurhetjur ná þær aldrei að sigrast á honum fyrir fullt og allt.

Það sem flækir málin er að ein af þessum ninjum er sonur Garmadon og meistari Wu er bróðir hans. Einn góðan veðurdag nær Garmadon loksins að sigrast á ninjunum og ná yfirráðum í borginni en í átökunum losnar úr læðingi ógurlegt skrímsli sem ógnar báðum aðilunum. Feðgarnir þurfa því að fara saman í ævintýraferð til að til að finna töfravopn gegn skrímslinu mikla.

Góð hugmynd orðin þreytt

Galdurinn við Lego-myndirnar er tvíþættur. Annars vegar framleiðslan sjálf sem er mjög frumleg og hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í fyrstu myndinni. Framleiðendurnir fengu kubbahönnuði Lego í lið með sér og aðgang að þeim stóra gagnagrunni sem fyrirtækið býr yfir. Myndirnar virðast því vera gerðar með alvöru kubbum í svokölluðum „stopmotion“-stíl. Veruleikinn er hins vegar sá að þær eru að mestu leyti gerðar í tölvu en passað er upp á að hver einasti kubbur hreyfist og passi líkt og í raunheimi.

Hins vegar hinar hröðu klippingar og ferskur húmor. Fyrstu tvær Lego-myndirnar voru þess eðlis að bæði börn og fullorðnir gátu haft mjög gaman af. Þær voru hvorki of barnalegar né of dónalegar. Í Lego Ninjago er reynt að fara nákvæmlega sömu slóð og í þeim fyrri en að þessu sinni hitta brandararnir ekki alveg jafn vel í mark. Klippingarnar eru jafnvel enn hraðari og inn í þær er skeytt gömlum leiknum kung-fú staðalmyndum sem hættu að vera fyndnar fyrir meira en áratug.

Sagan sjálf hefði einnig mátt vera frumlegri en hún fjallar að mestu leyti um samband feðganna. Þetta er þriðja myndin í röð sem hefur aðalpersónu í leit að sjálfri sér og þriðja myndin í röð með algerlega sturluðu illmenni.

Niðurstaða

Máltækið segir að ef eitthvað er ekki brotið, þá eigi maður ekki að laga það. Framleiðendur The Lego Ninjago Movie virðast hafa fylgt þeirri reglu út í ystu æsar. En satt best að segja þá er hvorki þessi heimur né þessar persónur nógu áhugaverðar til að réttlæta slíka endurvinnslu á stefjunum úr fyrri myndum. Það hefði þurft að feta algerlega nýja leið til þess að hreyfa við manni.

Ekkert er út á framleiðsluna sem slíka að setja. Hún er jafn flott og raunveruleg sem áður. Einnig má nefna að börnin í bíósalnum virtust skemmta sér konunglega yfir þessari mynd. En bæði óvægin gagnrýni og upphafs sölutölur segja sína sögu. Lego-serían er orðin stöðnuð og þreytt og eitthvað þarf að breytast áður en fjórða myndin, The Billion Brick Race, kemur út árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð