fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

10 mikilvægustu leikjatölvurnar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 27. september 2017 16:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnavox Odyssey (1972)

Odyssey var fyrsta sjónvarpsleikjatölvan sem kom á markað, hönnuð af þýska verkfræðingnum Ralph Baer. Tölvan sýndi þrjá ferhyrninga sem hægt var að stýra með tveimur fjarstýringum. Með tölvunni fylgdu útprentaðir skermar sem lagðir voru yfir sjónvarpsskjáinn til að spila eina leik tölvunnar á mismunandi hátt. Vinsælasta útgáfan af leiknum var borðtennis sem varð fyrirmyndin að einum vinsælasta spilakassaleik allra tíma, Pong. Ólíkt Pong, þá var Odyssey algerlega hljóðlaus.

Þekktustu leikir: Aðeins þessi eini

Atari 2600 (1977)

Atari 2600 var fyrsta leikjatölvan sem sló í gegn en hún seldist í 30 milljónum eintaka á árunum 1977–1982. Á þessum tíma fór fólk að átta sig á möguleikum sjónvarpsleikjatölva og allir vildu fá að vera með. Atari varð eitt heitasta fyrirtæki Bandaríkjanna og alræmt fyrir stanslaus veisluhöld. Velgengni tölvunnar má að einhverju leyti skýra með hugbúnaðinum sem var langtum betri en annarra. Tölvan var einnig sú fyrsta sem geymdi leikina í hylkjum sem varð síðan venjan í 20 ár. Atari varð fyrir barðinu á tölvuleikjahruninu árið 1983 og náði sér aldrei á strik á ný.

Þekktustu leikir: Space Invaders, Asteroids, Pitfall

NES (1985)

Árið 1983 hrundi tölvuleikjamarkaðurinn, meðal annars vegna offramboðs á illa hönnuðum leikjum og vélum. Flestir höfðu afskrifað leikjatölvuformið þegar NES frá Nintendo kom á markað árið 1985. Hin 8 bita NES-tölva var einföld og ódýr í framleiðslu en skartaði einstaklega vönduðum leikjum, sérstaklega þeim sem fyrirtækið hannaði sjálft. Þá voru hinar flötu og meðfærilegu fjarstýringar nýlunda. Alls seldust um 62 milljón eintök sem var það langmesta á þessum tíma og segja má að sjónvarpsleikjatölvan hafi öðlast nýtt líf. NES var endurhönnuð árið 2016 og kom á markað í smækkaðri mynd með innbyggðum leikjum.

Þekktustu leikir: Super Mario Bros, The Legend of Zelda, Punch-Out

Endurgerð 2016.
Nintendo NES Endurgerð 2016.

Sega Megadrive/Genesis (1989)

Á níunda áratugnum hafði Nintendo yfirburðastöðu á leikjamarkaðinum. En stöðu Nintendo var ógnað þegar Sega setti 16 bita Megadrive-tölvuna á markað. Megadrive keppti við Super Nintendo-vélina sem kom á markað ári seinna og var bæði öflugri og hraðari. Sega var auglýst sem „fullorðins“ á meðan framleiðandi Nintendo einblíndi á yngri kynslóðina. Þegar leikurinn Mortal Kombat kom út árið 1992 stærðu talsmenn Sega sig af því að þeirra leikur innihéldi rautt blóð á meðan Nintendo-leikurinn væri blóðlaus. Sölutölur Sega fóru minnkandi út tíunda áratuginn uns framleiðslu var hætt um aldamótin. Þeir framleiða þó enn þá leiki.

Þekktustu leikir: Mortal Kombat II, Sonic the Hedgehog, Street Fighter II

Neo Geo (1990)

Neo Geo frá SNK var sannkölluð munaðarvara. Hún var þrefalt dýrari en leikjatölvurnar frá NES og Sega og leikirnir sömuleiðis. En hún var einnig mun öflugri og hafði möguleika sem hinar höfðu ekki. Fyrirtækið gaf einnig út spilakassa með nákvæmlega sömu leikjum og í Neo Geo. Notendur gátu því flutt leikina sína á milli spilakassa og leikjatölvu í hylkjum sem hýstu marga leiki í einu. Tölvan var mjög öflug og leikirnir litu mjög vel út en kostnaðurinn var of hár fyrir neytendur. Neo Geo naut þó töluverðra vinsælda í Japan þar sem spilakassamenningin er ákaflega rík.

Þekktustu leikir: Samurai Showdown, Fatal Fury, Ikari Warriors

Playstation 1 (1994)

Í upphafi tíunda áratugarins voru geisladiskarnir að taka yfir sem ráðandi geymsluform. Öllum var ljóst að þetta væri framtíðin í leikjatölvum og Nintendo reið á vaðið. Samið var við raftækjarisann Sony um að framleiða nýja leikjatölvu, Nintendo Playstation, sem átti að nota bæði hylki og geisladiska. En Nintendo dró sig út úr samstarfinu vegna þess að það gat ekki unað Sony að fá allan arðinn af diskasölunni. Þá framleiddi Sony sína eigin Playstation-tölvu sem kom eins og stormsveipur inn á markaðinn og skaut keppinautum sínum ref fyrir rass. Helstu ástæðurnar voru mikið geymslupláss geisladiskanna, öflugir þrívíddarleikir, þægileg fjarstýring og frábær auglýsingaherferð.

Þekktustu leikir: Resident Evil, Metal Gear Solid, Gran Turismo 2

Playstation 2 (2000)

Önnur tölva raftækjarisans Sony kom eins og sprengja inn á markaðinn um aldamótin og stakk samkeppnisaðilana gjörsamlega af. Um 155 milljónir eintaka seldust, það langmesta í sögunni, og 1,5 milljarðar leikja. PS2 var framleidd samfellt í 13 ár og löngu eftir að PS3 kom út. Hægt var að spila leiki af fyrstu Playstation-vélinni á PS2 og einnig var hægt að nota hana sem DVD-spilara. Sony var í góðu sambandi við leikjaframleiðendur sem kepptust við að gera bestu leikina. Þá framleiddi Sony einnig mjög góða leiki.

Þekktustu leikir: Grand Theft Auto III, Guitar Hero, Resident Evil 4

Xbox 360 (2001)

Margir urðu skelkaðir þegar fyrsta Xbox-tölvan frá Microsoft kom á markaðinn árið 2001, kynnt af sjálfum Bill Gates, en sú tölva seldist ekki mikið utan Bandaríkjanna. Önnur leikjatölva tæknirisans, Xbox 360 seldist hins vegar margfalt betur. Ástæðan fyrir velgengni 360 var netkerfið sem hún tengdist, Xbox Live. Live bauð ekki aðeins upp á netspilun heldur var einnig hægt að spjalla, spila tónlist og kvikmyndir og fleira. Xbox hefur aldrei náð Playstation að vinsældum en 360 gerði að verkum að Microsoft festi sig í sessi á leikjatölvumarkaðinum og keppir nú við Sony um öflugasta hugbúnaðinn.

Þekktustu leikir: Gears of War, Halo 3, Grand Theft Auto IV

Spilar bílaleik á Xbox.
Bill Gates Spilar bílaleik á Xbox.

Mynd: EPA

Nintendo Wii (2006)

Í upphafi 21. aldarinnar virtist sem Nintendo væri að dragast aftur úr. Þeir höfðu enn þá yfirburðastöðu í handtölvugeiranum en gátu ekki keppt við risana Sony og Microsoft þegar kom að hugbúnaði. Þeir urðu því að hugsa út fyrir kassann og gera eitthvað alveg nýtt. Wii var einstök tölva þegar hún kom á markað og galdurinn var fjarstýring með hreyfinemum. Þetta opnaði markað sem Sony og Microsoft náðu ekki til, það er fólk sem spilar ekki tölvuleiki að staðaldri. Wii stuðlaði að hreyfingu notandans með líkamsræktar og dansleikjum og var meðal annars notuð í endurhæfingarstöðvum og á öldrunarheimilum. Nintendo Wii var söluhæsta leikjatölva sinnar kynslóðar með yfir 100 milljón seld eintök.

Þekktustu leikir: Wii Sports, Wii Fit, Super Mario Galaxy

Playstation 4 (2013)

PS4 var ekki bylting í sjálfu sér heldur aðeins línulegt framhald af fyrri tölvum. En árið 2016 komu á markað þrívíddargleraugu, Playstation VR, sem tengja má við tölvuna og spila leiki í sýndarveruleika. Aðrir höfðu prófað sig áfram með tæknina, sér í lagi Oculus, en Playstation var fyrst til að færa hana yfir á leikjatölvur (ef undan er skilinn hinn misheppnaði Nintendo Virtualboy frá árinu 1995). Playstation VR er enn þá mjög dýr og hefur ekki selst vel en það er augljóst hvert leikjamarkaðurinn stefnir og Sony ætlar að leiða þá byltingu.

Þekktustu leikir: Thumper, Arkham: VR, The Playroom VR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ásmundur Einar kófsveittur í dimmu tjaldi – „Ég er alveg geggjaður“

Ásmundur Einar kófsveittur í dimmu tjaldi – „Ég er alveg geggjaður“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Því er spáð að stjörnurnar fari allar í Mosfellsbæ á næstunni – „Hann er að byggja sér í Mosó og opna smíðafyrirtæki með pabba sínum“

Því er spáð að stjörnurnar fari allar í Mosfellsbæ á næstunni – „Hann er að byggja sér í Mosó og opna smíðafyrirtæki með pabba sínum“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Uppnám í Valhöll þegar það átti að bæta Brynjari í hópspjallið – Afleiðingarnar voru sprenghlægilegar

Uppnám í Valhöll þegar það átti að bæta Brynjari í hópspjallið – Afleiðingarnar voru sprenghlægilegar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Sjónvarpsmaður barðist við að halda aftur af tárunum þegar hann fór með ræðu um kosningarnar

Sjónvarpsmaður barðist við að halda aftur af tárunum þegar hann fór með ræðu um kosningarnar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsir þjáningum Þorsteins sem tók verðtryggt lán árið 2004 – „Lánið bara hækk­ar og hækkar“

Lýsir þjáningum Þorsteins sem tók verðtryggt lán árið 2004 – „Lánið bara hækk­ar og hækkar“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Leita hunda sem hafa drepið minnst níu kindur í Borgarfirði

Leita hunda sem hafa drepið minnst níu kindur í Borgarfirði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hildur birtir launaseðilinn – Segir ungmennabókahöfunda þurfa listamannalaun til að lifa á skrifunum

Hildur birtir launaseðilinn – Segir ungmennabókahöfunda þurfa listamannalaun til að lifa á skrifunum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Langflestir Íslendingar styðja Kamölu Harris – Stuðningur kjósenda Miðflokksins vekur athygli

Langflestir Íslendingar styðja Kamölu Harris – Stuðningur kjósenda Miðflokksins vekur athygli
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“